Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2003

Þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn

Kæri Ögmundur! Nú þegar bandarísk stjórnvöld hafa að mestu kastað lýðræðisgrímunni - a.m.k. hvað alþjóðasamfélagið snertir - og bandaríski herinn fremur níðingsverk í fjarlægum löndum er ekki kominn tími til að hefja baráttuna gegn veru þessa sama hers hér á landi aftur hærra í umræðuna? Hamra skal járn meðan heitt er.

Staða Íslands eftir 10-20 ár

Daginn. Langar að spyrja þig. Hvernig sérðu fyrir þér stöðu Íslands í heimsmálum eftir 10-20 ár? Ég er þá að meina t.d.

Svar prófessors

Í fyrradag fjallaði fréttastofa Sjónvarpsins (RÚV) um grein mína hér á síðunni, Pólitískir prófessorar, frá 17.

Þegar hugsað er í árþúsundum

Sem betur fer er fjöldi erlendra fréttamanna í Írak sem færa okkur fréttir af framferði innrásarherjanna.  Auðvitað er alvarlegast hvernig fólk hefur verið myrt, raforkuverin eyðilögð, vatnsbólin að sama skapi, landið stráð sprengjum sem bíða þess að fætur stigi á þær til að valda limlestingu og eyðileggingu, krabbameinsvaldandi efnum dreift um stór svæði með sprengiregni, sem á eftir að drepa og afskræma um langt árabil.

Vefurinn oft áhugaverðari en fjölmiðlar

það er margt áhugavert á vefnum og  margt óáhugavert í helstu fjölmiðlum.  Mig langar tilað vekja athygli á vefslóð frá fyrrum hermönnum Bandaríkjahers og hefur fjöldi annarra hermanna skrifað undir plaggið (sjá til vinstri á vefslóðinni sem ég sendi með þessu bréfkorni).

Fiskifræðingurinn

Forsætisráðherra er sitthvað til lista lagt. Hann stundar pólitík, skrifar sögur og nú er hann kominn á kaf í fiskifræði.

Útlit fyrir batnandi menntun og lækkandi komugjöld fram til ársins 2010

Sæll Ögmundur. Embættismenn koma alltaf á óvart. Nú hafa undirmenn Geirs H. Haarde sent frá sér vorskýrslu um efnhagsmálin til 2010.

Verður Stjórnarráðið flutt til Borgarness eða í félagsvísindadeild?

Það er merkilegt hvað forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar gerist glöggsýn þegar hún ríður um Borgarfjarðarhérað.

Írak úr ýmsum áttum

Ríkisstjórn Íslands hefur lýst því yfir að hún vilji kosta nýja gervilimi á lítinn dreng sem var limlestur í árásunum á Írak.

Samfylkingarprófessorarnir í HÍ og RÚV

Blessaður Ögmundur. Loksins, loksins var á þetta bent!!!! Ég þakka þér fyrir greinina á vefsíðunni um hina pólitísku prófessora sem kallaðir eru í fjölmiðla alltaf fyrir kosningar undir því yfirskini að þeir séu að varpa fræðilegu ljósi á kosningabaráttuna.