Mig langar til að þakka Ásdísi Höllu fyrir að koma hreint fram og tala fyrir gullfæðingum fyrir ríka fólkið og einhverju lakara fyrir þær mömmur sem ekkert gull eiga.
Sæll Ögmundur.. Nú er alltof langt síðan ég skrifaði þessari ágætu síðu bréf. Best að breyta því nú. Það er hlutverk sósíalista og annars vinstra fólks að tala fyrir hlut minnihlutahópa.
Þakka þér fyrir grein þína um Icesave hér á síðunni. Því má bæta við að vextirnir sem við hefðum greitt af Icesave hefðu verið í erlendum gjaldeyri, sem við áttum ekki til og eigum ekki enn!. H.J.
Er þessi skagfirska skemmtinefnd. með skaðlega bilaða húmorskennd?. leggja til færslu. á Landhelgisgæslu. og vegagerðina í Skagafjörð. . . Pétur Hraunfjörð . .
Ragnheiður Elín með Ráðherravald. reynir að að lögleiða glápugjald. öll þekkjum farssann. um náttúrupassann. en hvar lendir almúgans eignarhald?. . Pétur Hraunfjörð.
Stuðningsmenn náttúrupassa segja að hugmyndin að baki honum sé að „þeir borgi sem njóti". Þetta voru meginskilaboð Björgólfs forstjóra Icelandair á afmælisráðstefnu félagsins árið 2012, og Ragnheiður Elín hefur margoft vísað til þessa.
Ragnheiður Elín var í Kastljósinu í kvöld og endurtók það sem ég heyrði hana segja í útvarpinu um helgina, að hún hafi ekki „fattað upp á" ferðamannapassanum.