Fara í efni

VG Í ESB KÓR?

Ég tek undir með bréfritara hér á síðunni, Jóhannesi Gr. Jónssyni, að tvískinnungurinn í þessu ESB máli er farinn að keyra um þverbak. Mér kemur Samfylking og Björt framtíð ekki á óvart en aldrei hefði ég trúað að VG væri komin í nákvæmlega sama ESB farveginn. Er VG virkilega komin í ESB kórinn?
Ég var að vísu ánægður að sjá afstöðu þína Ögmundur einsog hún birtist í skrifum hér á síðunni um ríkisstjórnina og ESB umsóknina. Þú segist ekki myndir greiða atkvæði gegn því að ferlið yrði stöðvað á afgerandi og óafturkræfan hátt. Ég tel að þú ættir að ganga lengra og styðja slíka tillögu kæmi hún fram. Svo þarf náttúrlega að fara að fá áfallahjálp fyrir Pírata sem alltaf fá áfall ef fólk er þeim ósammála eins og Jóhannes Gr. Jónsson bendir á í sínu ágæta bréfi.
ESB andstæðingur