Fara í efni

ESB SINNAR HAFA ALDREI VILJAÐ ATKVÆÐA-GREIÐSLU

Undanfarna daga höfum við fylgst með ESB sinnum, utan þings og innan, fjargviðrast yfir meintu ofbeldi stjórnvalda í ESB málum. Sagt er að stjórnarmeirihlutinn komi ekki vilja sínum fram í þinginu. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að ekki sé meirihluti fyrir  því á Alþingi að slíta viðræðum við ESB.
Auðvitað sjá allir hið sanna í málinu. Stjórnin hefur ekki komið sínu fram vegna málþófs í þinginu af hálfu þeirra sem aldrei hafa viljað atkvæðagreiðslu um málið - bara átök til að styrkja ESB málstaðinn í sessi. 
Ef þetta er ekki tvískinnungur þá veit ég ekki hvað tvískinnungur er. Og ég sé ekki betur en VG sé með í þessum ESB-leiðangri Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og náttúrlega Pírata sem að eigin sögn eru í stöðugu áfalli yfir því að fólk skuli leyfa sér að vera á annarri skoðun en þau. 
Jóhannes Gr. Jónsson