Ég var að lesa grein þína um "Vörukynningur Samlífs." Það vakti furðu mína ekki síður en þína hve stórt hlutfall þjóðarinnar sér sig knúið til að kaupa sér sérstaka sjúkratryggingu.
Sæll ÖgmundurÍ pistli á heimasíðu þinni spyrð þú mig: Ef þú værir ákafur frjálshyggjumaður, myndir þú þá ekki treysta Tony Blair ágætlega fyrir þínum hugsjónum? Svar: Ég veit ekkert hvað ég mundi gera ef ég væri ákafur frjálshyggjumaður.
Nú kann vel að vera að ég sé eitthvað utan gátta í pólitíkinni þessa dagana, en erindið er sem sagt þetta: Er það rétt að Össur Skarphéðinsson sé óskoraður foringi stjónarandstöðunnar á þingi? Þetta heyrði ég í þættinum sunnudagskaffi á Rás 2 í síðastliðinn sunnudag.
Sæll Ögmundur. Ég fagna því sem þú segir um Morgunblaðið því ég er eins og þú þeirrar skoðunar að Morgunblaðið eigi ríkari þátt í að gera okkur að heimsborgurum en við viljum kannski viðurkenna sem vildum sjá þúsund blóm blómstra í fjölmiðlaheiminum.
. . . . . . Sæll Ögmundur! Nú hefur öldungadeild ástralska þingsins veitt John Howard forsætisráðherra formlegar ávítur fyrir blekkingar hans í undanfara Íraksstríðsins.
Komdu sæll Ögmundur.Þeir sem nenna að setja sig inn í ráðslag forsvarsmanna og fulltrúa ítalska verkatakafyrirtækisins á austfirska hálendinu gagnvart verkamönnum komast fyrirhafnarlítið að því að þeir eru dónar uppá íslensku. Meira að segja silkihúfur Landsvirkjunar hafa áhyggjur, en þeir láta yfirleitt ekki smotterí eins og aðbúnað erlendra verkamanna koma sér úr jafnvægi.
Komdu sæll Ögmundur minn.Mikið er ég farin að furða mig á þessum fréttum frá Kárahnjúkum. Uppi á íslenskum reginfjöllum virðast þeir vera að striplast um klæðalitlir þessir vesalings verkamenn sunnan úr álfum.
Sæll Ögmundur. Nú er áratugur frá því alþýðuflokksmenn samþykktu með sjálfstæðismönnum og skoðanabræðrum þínum sumum hverjum, að upp skyldi tekið tveggja þrepa virðisaukaskattskerfi.