Fara í efni

Frá lesendum

EKKI TÓKST AÐ TÆLA FINN

Dyggðum rúinn Dóri minn,djúpt í flórinn sokkinn,ekki tókst að tæla Finntil að jarða flokkinn. Kveðja,Kristján Hreinsson

VAR ÞINGVALLABÆRINN BYGGÐUR FYRIR FRAMSÓKNARFLOKKINN?

Var Þingvallabærinn byggður fyrir Framsóknarflokkinn? Hvað var formaður Framsóknarflokksins, stjórn sama flokks og formenn framsóknarfélaganna um allt land að gera í Ráðherrabústað forsætisráðherra Íslands á Þingvöllum?! Þetta er hneyksli og gera verður kröfu um að ríkissjóður að minnsta kosti rukki Framsóknarflokkin fyrir aðstöðuna.

ENDURREISNARSTARF HAFIÐ Í FRAMSÓKN - EÐA ÞANNIG

Í nýlegri skoðanakönnun kom Guðni Ágústsson út sem vinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni. Ekki gef ég mjög mikið fyrir slíkar kannanir.

6 – 6 – 6

Sæll Ögmundur. Fjölmiðlar greina frá því þessa dagana að Finnur Ingólfsson sé á leiðinni aftur í stjórnmálin.

AF FRÉTTAFLUTNINGI UM NÆSTA FORMANN FRAMSÓKNAR

Alltaf verða þær glæsilegri (og lýðræðislegri) fréttirnar. Í gærkvöld var sagt í RÚV: "talið er að Finnur Ingólfsson verði kjörinn formaður Framsóknarflokksins".

BAKLANDIÐ VAR GEIR

Marg blessaður og sæll Ögmundur. Var að koma frá Spáni eftir fína dvöl með yngstu barnabörnunum. Á Spáni hitti ég konu sem eitt sinn fyrir allt of löngu síðan var grannkona mín í Vesturbænum.  Hún kom út strax eftir kosningar og var uppfull af því að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að fara með Frjálslyndum í meirihluta í Reykjavík.

LÚÐVÍK GAF ÚT TVÆR REGLUGERÐIR UM ÚTFÆRSLU LANDHELGINNAR

Ótrúlegar en hefðbundnar sögufalsanir  sjást oft í íslenskri stjórnmálaumræðu. Það nýjasta er landhelgismálið.

JAÐRAR VIÐ SÖGUFÖLSUN Í LANDHELGISUMFJÖLLUN

Morgunblaðskálfurinn um sigur í landhelgismálinu jaðrar við að vera sögufölsun. Útfærsla auðlindalögsögunnar í 200 sjómílur var í takt við það sem búið að ná saman um í raun á hafréttarráðstefnunni í Caracas 1974 (sjá Hans G.

LÚÐVÍK OG LANDHELGIN

Sæll Ögmundur! Í vikunni fylgdi "kálfur" Morgunblaðinu sem fjallaði um baráttu þjóðarinnar í landhelgismálunum.

EINSOG BUSH

Nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík á sumt sammerkt með Bush hinum bandaríska. Þá er ég ekki að tala um stuðninginn við innrásina í Írak sem Bush, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur studdu.