03.05.2006
Ögmundur Jónasson
Hvað vakir fyrir þeim sem vilja telja fólki trú um að örfáar sálir hafi mætt í kröfugönguna 1. maí í Reykjavík að þessu sinni? Fjögur hundruð manns hafi verið í göngunni, átta hundruð á baráttufundinum á Ingólfstorgi, sagði Útvarpið að kvöldi dagsins, Blaðið át þetta síðan upp daginn eftir og síðan kjamsar einhver fréttmaður á Fréttablaðinu á þessu rugli í blaði sínu í dag.