
HÆGRI SINNUÐ HRÆÐSLA
14.04.2020
Ég er algerlega sammála þér að hræðsla hægri manna við róttækni magnast í réttu hlutfalli við björgunarprógrömmin sem nú eru kynnt um allan hinn kapítalíska heim. Skyndilega er allt hægt! En eftir því sem sjóðir almennings eru opnaðir þá opnast líka augu fólks fyrir því sem áður var ekki sýnilegt. Allt í einu eru til ótakmarkaðir peningar svo bjarga megi kapítalismanum en áður var aldrei neitt til og allra síst til að rétta hlut öryrkja og þeirra sem minnst hafa. En nú þegar misréttið verður sífellt fleirum sýnilegt þá er beðið um stjórnmál, helst svo leiðinleg að þau verði með öllu ósýnileg. Ef þetta er ekki ... Jóel A.