Fara í efni

Frá lesendum

KVÓTI, HRÆSNI OG ATHYGLISVERÐ SLÓÐ

Sæll Ögmundur. Langar að senda þér þennan link en þar kemur ýmislegt fram um kvótakerfið til upplýsingar fyrir þig eða til þeirra sem ætla sér að taka við keflinu til að búa til nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu kosningar til alþingis kannski í vor ... Baldvin Nielsen

,,FRÁ LANDSBYGGÐINNI‘‘ : KVÓTANN HEIM Í HÉRAÐ!

Landsbyggðina hér lögðu í rúst fyrir liðlega þrjátíu árum Þá notaði elítan klíku og kúst og kynntu undir sárum auðlindina. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

LANDINN KALLAR KVÓTANN INN

Þá landinn kallar kvótann inn þá kafnar elítu valdið Þá lagast hagur þinn og minn Þá hækkar veiðigjaldið.   ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

VILL ALLAN AFLA Á UPPBOÐSMARKAÐ

Hvernig er hægt að skrifa um fyrirkomulag fiskveiða við strendur landsins án þess að minnast á að setja allan afla á uppboðsmarkað? Að klippa milli veiða og vinnslu er forsenda breytinga. Kvótinn var settur til að vernda fiskinn í sjónum en ekki fiskvinnslur í landi. Tryggvi L. Skjaldarson ...

LUKKULEG MEÐ KLUKKUNA?

Fljótlega lendum í lukkunni léttari daga sjáum Þeir segjast seinka klukkunni sofa út þá fáum. Höf. Pétur Hraunfjörð.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Kannski við fáum farsælt ár svo fólkinu líði betur Þerrum nú burtu trega tár og sjáum hvað setur. Höf. Pétur Hraunfjörð.

ÁRAMÓTIN

Nú er árið næstum allt Nú má hafa gaman Nú fá allir mikið malt Nú má drekka saman. Höf. Pétur Hraunfjörð.

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR TIL YKKAR ALLRA

Sendi því hérna lítið ljóð líður að ári nýju. Við hvort annað verið góð virkið ást og hlýju. Höf. Pétur Hraunfjörð.

KAUPA SÉR EKKI EILÍFT LÍF

Fjárglæframönnum sú fylgir nauð, að ferðast með þýfi í pokum. Þó veraldar dvelji við dulbúinn auð, dauðinn það jafnar að lokum. Kári

KJÖRIÐ AÐ HAFA SJÓNVARPSSÖFNUN FYRIR NAMIBÍU

Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars! Jóel A.