Fara í efni

Frá lesendum

VERUM Á VARÐBERGI

Ég er sammála þér Ögmundur að raunveruleg hætta er á því að forræðishyggja taki hér yfir. Kapítalisminn ræður nú yfir ríkisvaldinu, það er algerlega augljóst mál. Allt er nú leyfilegt ef aðeins megi það verða til að bjarga kapítalismanum. Frá forræðishyggju er ekki stórt skref yfir í fasisma.  Verum á varðbergi .  Jóhannes Gr. Jónsson

KAPÍTALISMINN FÉKK Á´ANN

Svikabæturnar þeir sækjast í  létta sárt kreppunnar dirindí útgjöld spara misnota bara hér atvinnuleysisbætur á því. Kapítalisminn fékk á kaunin kominn á ríkiskassann Nú láta þeir ríkið borga launin og lyfta undir trassann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

ERU AÐ TAPA SÉR!

Kapítalisminn er kominn á bakkann kannski þeir detti niður í slakkann um eymdina gapa og alveg sér tapa  auðvitað  hysjum við uppum rakkann.  Höf. Pétur Hraunfjörð.

TRAUSTVEKJANDI MEININGARMUNUR

Gaman er að finna fyrir samstöðu Íslendinga í baráttunni við kórónaveiruna. Heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum er mætt á jákvæðan hátt og farið að þeirra ábendingum. Einhver meiningarmunur kemur öðru hvoru fram innan heilbrigðiskerfisns og er það traustvekjandi. Umræðulaus hlýðni er aldrei góð og meiningarmunur málefnalega fram settur er ekkert annað en jákvæður. Haffi

ÓÚTSKÝRÐ VAÐLAHEIÐI

Ég vil þakka Grími sem skrifar í dálkinn “frjálsir pennar” fyrir að hreyfa Vaðlaheiðarmáli. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar færu í saumana á því máli.   “Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021. ” Þetta skrifar Grímur. Eru þessir 19 milljarðar ekki helmingi meira en lagt var upp með? Væri hægt að ... Jóel A.

KVÓTI, HAMINGJA, KREPPA OG FL.

Ef kvótann ég ætti ég ýmisleg mætti Ég hokri þá hætti ég hamingju bætti. ... Höf. Pétur Hraunfjörð

HEIÐURSDOKTOR MERITUS, INGA SÆLAND?

Margir hæddust að Ingu Sæland, alþingiskonu, þegar hún vildi loka landinu og helst smala öllum aðkomumönnum til landsins í sóttkví, eins konar fangabúðir. Á Aþlingi ver hlegið að Ingu og hún var síðan fengin sérstaklega í Kastljós  svo þjóðin fengi líka að hlæja.  Svo lokaði Trump Bandaríkjunum, síðan var Danmörku lokað og Noregi og svo Evrópusambandinu. Á Ítalíu fór fólk að deyja í hundraðavís á dag… Nú er ekki lengur hlegið að Ingu Sæland. Ef fer fram sem horfir  ... Sunna Sara

ÁFENGISNEYSLA FÆRIST Í AUKANA

Í sóttkví og sídrykkju detta sem leiðindin vonandi létta vinna nú heima láta sig dreyma og duglega þar í sig skvetta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

VEXTIR, MIÐALDAKIRKJAN OG JÓLIN HJÁ INNHEIMTUFYRIRTÆKJUM

Ég er sammála Jóhannesi Gr. Jónssyni í bréfi til síðunnar að ekki síður mikilvægt en að ná verðtryggingunni burt er að banna vexti – þar er ekki gengið lengra en kirkjan gerði á miðöldum! Svo þarf að banna allan innheimtukostnað. Ég þykist vita að innheimtuskrifstofurnar hugi nú gott til glóðarinnar eins og jafnan í kreppu. Þá eru jólin ... Sunna Sara

VEXTI NIÐUR Í NÚLL OG BANNA INNHEIMTUKOSTNAÐ

Í rauninni er þessi krafa þín um 0% vexti, Ögmundur, mikilvægari en afnám verðtryggingarinnar, eins mikilvæg og hún þó er. Ef vextir yrðu 0% þá kann einhverjum að þykja óþarfi að lögbinda bann við dráttarvöxtum. Fjámálastofnunum væri þó trúandi til þess að viðhalda þeim væru þeir ekki bannaðir. Þess vegna þyrfti bann við dráttarvöxtum og innheimtukostnaði að vera líka í frumvarpi um 0% vexti.  Þetta þarf ríkisstjórnin að leggja til strax og Alþingi að samþykkja strax! Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki þarf Alþingi að taka frumkvæðið.  Jóhannes Gr. Jónsson