Fara í efni

FLÆÐANDI KÓVIDFYLGI

Undan flæddi ógnarhratt,
áttu von á meiru.
Þegar fór svo fylgið bratt,
flaut á Kóvíd-veiru.

ANDLITIN TVÖ

Á atkvæðaveiðum í ólgusjó,
ætlar sér völdin sú klíka.
En andlitin tvö hafa ýmsir þó,
Alþingismennirnir líka.

 Eliza í Undralandi

Á frama mínum er freklega troðið,
fræga í bunkum ég þekki.
Ef mér á viðburði aldrei er boðið,
auðvitað mæti ég ekki.
Kári