13.01.2009
Ögmundur Jónasson
,,Ég er ekkert að þræta fyrir það og get alveg sagt eins og er að ég sá ekki þessa hluti fyrir. Mér þykir það bara mjög miður og biðst afsökunar á því," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, þegar hann gerði játningar í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi um hlut Sjálfstæðisflokksins í falli bankanna og þeim efnahagsþrengingum sem markaðshyggjan og stuðningsklíkur hennar, innan flokks sem utan, hafa leitt þjóðina í.