DV greindi frá því á dögunum að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hefðu fengið nudd í vinnunni í byrjun október, á þeim dögum þegar bankarnir hrundu hver á fætur öðrum.
Sæll Ögmundur. Bið þig um birtingu á þessu bréfi á þinni heimasíðu fyrir aðra VG. Núna stend ég flokkslaus á krossgötum að íhuga hvar ég leiti skjóls og fylgdist því með utandagskrárumræðum á Alþingi í gær.
Ég var að fletta í lagasafni Alþingis um daginn til að athuga hvort bankahneykslið tæki ekki útfyrir allan þjófabálk, og rakst á eftirfarandi grein í almennum hegningalögum nr 19 frá 12 febrúar 1940.
Nú bendir ýmislegt til þess að nýtt stjórnmálaafl sé í mótun í framhaldi af borgarafundum o.fl. Flokkur alls kyns fólks sem á það sammerkt að vilja breytingar.
Ætlar Samfylkingin að drepa sig endanlega í bandalaginu við íhaldið Ögmundur? Ég hef nú frekar verið hallur undir að þið VG menn og Samfylkingin tækjuð við völdunum hér í landinu eins og þú veist og helst með Framsókn, en nú er mér að verða nokkuð mikið brugðið með þetta.
Sæll Ögmundur.. Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni, hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til valda.
Heill og sæll Ögmundur.. Ég les alltaf síðuna þína og mér finnst hún gefa raunsæja mynd af ástandinu á landinu bláa.Ég er steinhissa á því, að ríkisstjórn, sem hefur gert þjóðina gjaldþrota skuli ekki annað hvort segja af sér, sem væri mannsæmandi, eða þá hreinlega verða rekin.Óstjórnin sýnir, að þörf er á fólki, sem kann sitt "fag." . Krafa fjöldans á Austurvelli virðist ekki hafa áhrif á þessa óstjórn.
Sæll Ögmundur..... Tók engin eftir fréttinni 21. þessa mánaðar að forsætisráðherra vor Geir Hilmar hafi erlendan hersérfræðing sér við hlið til að leiðbeina sér um framkomu sína gagnvart íslensku þjóðinni? Að það verði að sína Íslendingum festu, sína öryggi og láta þjóðina ekki komast upp með að "ybba sig"? Sem sé að forsætisráðherrann hafi útlenskan hermálasérfræðing til að segja sér fyrir verkum, hvernig hann eigi að koma fram við íslensku þjóðina.
Sæll Ögmundur .. Samkvæmt fréttum stöðvar 2 nú í kvöld 23.11 voru þær skelfilegu fréttir að fyrrum stjórnarformaður Kbbanka Sigurður Einarsson væri með öfluga fjárfesta að baki sér til kaupa á útibúinu í Luxemburg.