Fara í efni

Frá lesendum

SVAR TIL KRISTÍNAR MAGDALENU

Það er alveg laukrétt hjá Kristínu Magdalenu Ágústsdóttur að Bónusverslanirnar eru oftast með besta verðið og því kann það að virðast erfitt að refsa bónusdrengnum óreiðurekstur með því að sniðganga verslun hans.

HVER TÓK PENINGANA AF REIKNINGUNUM?

Sæll Ögmundur .. Guðjón A Kristjánsson sagði í hádegisfréttum 10.11. að í árslok 2009 yrðu skuldir þjóðarbúsins um 1000 milljarðar.

HVERJIR ERU KOSTIRNIR? HVAR ER VERKALÝÐS-HREYFINGIN?

Kæri Ögmundur.... Sumir hafa verið að nota handbolta og knattspyrnuleik til að lýsa fjárhagsástandinu í dag, en ég næ því engan veginn.

STRÍÐS-YFIRLÝSING!

Var að fá þetta í tölvupósti. Getur einhver þarna sagt mér, er þetta rétt???? Ef svo er, hvernig er hægt að réttlæta þetta?? Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum (mest tekið að láni) og allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili.

HVER ER ÞÍN SKOÐUN?

Sæll Ögmundur. Ég ætla nú bara að spyrja, hvaða skoðun hefur þú á verkalýðsformanninum Gunnari Páli Pálssyni og því sem hann gerði? Ég hefði viljað sjá þína skoðun hérna á síðunni.

ÓLÍNA OG SNIÐGANGA BÓNUS OG BANKA

Ég vil senda spurningu til Ólínu. Hvernig í ósköpunum eigum við almenningur að geta hætt að versla hjá Bónus þegar aðrar verslanir eru með svo hátt matvöruverð að við getum keypt mjólk og brauð og smjör og búið??? Hver ætlar að gera okkur það kleift að hætta að versla við Bónus???? Það er búið að hækka stýrivextina í 18% og við höfum nóg með að borga af yfirdrætti og ekki hægt að eyða peningum heimilanna í bruðl.

AFNÁM LÍFEYRIS-SÉRRÉTTINDA

Sæll Ögmundur. Þessi frétt mun sannarlega gleðja landsmenn. Ekki veitir af: "Þingflokkur Vinstri- grænna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum.

LANDRÁÐASTJÓRN

Nú getið þið ekki bara lýst yfir vantrausti á ríkistjórnina heldur sent Geir Haarde í allt að 16 ara fangelsi ásamt öðrum fjárglæframönnum sjá 91.

LÁTUM BANKASTJÓRANA SVITNA

Það er hræðilegt að sitja fjarri heimalandinu og heyra reiði fólks út í bankana, eftirlitsaðila og stjórnvöld.

FITUSNAUÐ FRAMTÍÐ SIGURÐAR KÁRA

Hún er sorglega mögur sú framtíðarsýn sem Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins dregur upp í grein í Mbl í dag. . Ef þetta er það besta sem Sjálfstæðisflokkurinn getur boðið - þá hefur bæst við enn ein ástæða fyrir flokkinn til þess að víkja. . Þessi grein ber þess augljós merki að Sigurður Kári og félagar hans hafa ekkert lært af þeirri kreppu sem flokkur þeirra hefur komið okkur í.. Sigurður telur að fyrir liggi að þjóðin þurfi að bera þyngri "byrðar" en áður.