SÝNDARMENNSKA
						
        			14.11.2008
			
					
			
							Sæll. 
Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt "sparnaðartillögur" upp á 20% af útgjöldum ráðuneytisins. Þegar tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að þetta er að stærstum hluta (um 2/3 hlutar) niðurskurður á framlögum til þróunarhjálpar. Sá niðurskurður er til skammar. Raunverulegur sparnaður á vegum ráðuneytisins er kannski upp á 4-5% af ætluðum heildarútgjöldum. Um þessa sýndarmennsku er best að hafa fæst orð.
Jón Torfason 
