Sæll Ögmundur.. Þeir segja að enginn einn beri ábyrgð til að dreifa ábyrgðinni á okkur öll. Í kvöld var tíu mínútna fréttaskot frá Íslandi á SKY sjónvarpsstöðinni vegna fjármálakreppunnar þar sem Íslendingum er kennt um ófarir Breta.
Hann situr á stalli og dregur sér djásnin í vé. og daglega slátrar hann andlausu hyski,. hann lifir á smjaðri, fer illa með annarra fé. svo etur hann jafnan af nágrannans diski.
Þetta er góð hugmynd varðandi kvótann og orð í tíma töluð. Við þurfum að nýta tækifærið sem verður í þessari uppstokkun og gera nauðsynlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Ekki er það nú launungarmál að fjölmiðlar á Íslandi sem og annars staðar á Vesturlöndum voru gjörsamlega gagnrýnislausir á þann óhefta kapítalisma sem hér réði ríkjum fyrir það hrun sem við blasir núna.
Um leið og alvaran skall á landinu hurfu nær allar konur úr fjölmiðlum. Nú var þetta alvöru, svona fullorðins, og þá er tími alvöru pólitíkusa, akademíkera, álitsgjafa og viðskiptasérfræðinga.
Getur verið að Íslendingar ætli ekki að standa við lagalegar og siðferðilegar skuldbindingar gagnvart breskri alþýðu manna sem í góðri trú lagði peninga sína á sparireikninga Landsbankans í Bretlandi? Ég vil minnka við mig næstu árin en glata ekki æru minni.