Sæll Ögmundur.. Hæstvirtur forsætisráðherra telur það ekki alvarlegt mál að brjóta stjórnsýslulög að áliti umboðsmanns Alþingis og ekki heldur fjármálaráðherra fyrir það sama við skipun dómara.
Sæll félagi og vinur. . Var að lesa síðuna þína og horfði meðal annars að Hannes Hólmstein og að mínu mati mætti alveg rífja upp fleiri umæli sem fólk lét falla þegar það hélt ekki vatni yfir því hvað þetta voru miklir snillingar að búa til peninga sem voru svo ekki til þegar upp var staðið.
Atvikin á lífsleiðinni eru óútreiknanleg en eitt er víst - þau verkast jafnan þannig að allir menn lenda í því einhvern tíma að verða óbærilega fyndnir, jafnvel af grafalvarlegum málum.
Til langframa getur það aldrei gengið, að verðtrygging á íbúðarlánum taki ekki mið af verðmætabreytingum á því húsnæði sem lánið er bundið við. Ég veit að þetta getur verið nokkuð snúið í úrvinnslu en ekki óyfirstiganlegt.
Margir hafa farið illa út úr söfnun viðbótarlífeyrissparnaðar hér á landi vegna óvarlegra fjárfestinga sumra sjóðsstjóra þeirra og tapið stórt hjá sumum.