Ég er ekki endilega með ESB en finnst svo mikkill léttir að samræður skulu loks hafnar! Það átti að gera fyrir 20 árum síðan og koma þjóðinni frá þessari "þráhyggju"! Sjálfstæðisflokkurinn lifði á þessari "hugsýki" þjóðar sinnar og "kvótakerfinu" og "virkjunaráráttu" en nú sér til betri tíma...vonandi? Er alveg hissa á umræðu þjóðar minnar á samningsviðræðum við ESB.
Í sambandi við þessa grein, http://www.ogmundur.is/annad/nr/4663/ þá hefði nú Ögmundur betur spurt sig þessara spurninga áður en hann samþykkti að sækja um aðild að ESB.
Ég prísa mig sæla að vita af Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn. Ég vil ekki sjá Evrópusambandsaðild en er örlítið rórra að vita af okkar góða ráðherra í stafni.
Ég tek fullkomlega undir með Hafsteini í lesendabréfi þar sem hann lýsir vanþóknun á árásum Igibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinar, á Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Árið, sem Karl 5. keisari boðaði til ríkisþings í Worms til að jafna um Lúter, flutti danski kóngurinn inn fólk úr Niðurlöndum til að rækta grænmeti fyrir spúsu sína.