Fara í efni

Frá lesendum

LEIKUR TVEIMUR SKJÖLDUM

Sæll Ögmundur.. Hvernig líður þér í hlutverki stjórnmálamannsins, sem leikur tveimur skjöldum? "Það hefur aldrei verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið." Og: "Ég segi nei við að þjóðin megi fái að greiða atkvæði um aðildarferli ríkisstjórnarinnar að Evrópusambandinu." Til þess að komast úr þeim pólitíska skækjudal, sem þú ert búinn að koma þér í, verður þú að endurgreiða kjósendum þínum tólffalt högg á upplogið og uppáþvingað ESB-aðildarferli krataklíkunnar.

SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ

Sæll Ögmundur. Hef lengi haft mætur á þér og skoðunum þínum. Var stuðningsmaður VG í síðustu kosningum einkum vegna ESB andstöðu flokksins, en hef eins og þúsundir annarra stuðningsmanna nú snúið baki við flokknum, vegna ESB svikana.

VILL SVÖR

Jæja, Ögmundur, hvernig í ósköpunum ætlarðu að réttlæta það hvernig þú greiddir atkvæði í dag um tillögu Vigdísar Hauksdóttur? Af hverju viltu ekki leyfa okkur, kjósendum þessa lands, að svara því hvort halda eigi áfram með aðlögunarferlið eða ekki? Hvar er umhyggjan fyrir aukinni þátttöku "þjóðarinnar" í ákvarðanatöku núna? Ég bíð spenntur eftir svörum.

SVÍKUR KJÓSENDUR

Ögmundur. Þú ert búinn að svíkja þína kjósendur og þinn flokk um að berjast fyrir að fara ekki í ESB. Þú afskrifar rétt þinn til að vera í ríkisstjórninni í dag, þegar þú hafnaðir tillögu Vígdísar Hauksdóttur um að þjóðin fengi að kjósa um að draga aðildarviðræðurnar að ESB til baka.

UM LÝÐRÆÐI OG EIGNARRÉTT Í STJÓRNARSKRÁR-DRÖGUM

Sæll Ögmundur og þakka þér hlý orð í minn garð í færslu þinni í byrjun vikunnar, sem þú vaktir athygli mína á í byrjun vikunnar (síðustu viku, barst 17/5 ÖJ) er við hittumst óvænt á þingnefndasviði á mánudagsmorgun.

UM KÍNVERSK LANDSÖLUMÁL O.FL.

Sæll Ögmundur. Bara að láta Innanríkisráðherrann vita, að nú undir kvöld (bréfið barst 16/5),  á síðustu metrunum fyrir Kristi Himmelfartsdag, berast þau tíðindi frá RÚV sjálfu, að nú vilji þeir loksins kveða Lilju með þér.

HEIMILI EÐA FOSS?

Ég er sammála þér varðandi lýðræðistakmarkanirnar í stjórnarskrárdrögum Stjórnlagaráðs, en er að hugleiða það sem þú segir um eignarréttinn.

HALLÆRISLEGUR HROKI

Þakka þér fyrir að vekja máls á hrokanum í Stjórnlagaráðsfólkinu sem móðgast við alla þá sem voga sér að vera ósammála einhverju í drögum þeirra að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.

AUGLJÓS ÁFORM KÍNVERJA

Mér þóttu góðar hugvekjurnar ykkar Einars Benediktssonar um landvinningastefnu Kínverja og dæmalausar yfirlýsingar Núbós um tryggan 99ára leigusamning.

TRYGGJA ÞARF SJÁLFBÆRA FERÐAMENNSKU

Sæll, Margir áfangastaðir eru nú ofsetnir ferðamönnum svo sér á umhverfinu. Tekjur aukast ekki að sama skapi samkvæmt fréttum frá í október í fyrra.