Fara í efni

Frá lesendum

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Ágæti Ögmundur. Hvað er til ráða við því sem lítur út fyrir að vera þrjóskuröskun og hugmyndafátækt á háu stigi hjá nokkrum ráðherrum Samfylkingarinnar? Þeir gefast ekki upp fyrr en þeim tekst að búa svo um hnútana að hægt sé að leigja/selja erlendum auðjöfri stóra jörð á norðausturlandi.

SAMNINGI BER AÐ HAFNA

Ágæti Ögmundur. Ég vona svo heitt og innilega að þú hafnir Nubo um beiðni sína. Sem venjuleg manneskja með lítið vit á pólitík þá er ég ekki svo skyni skroppin að ég finni ekki skítalyktina af þessum blessaða samningi.

ÓÆTINU VERÐI EKKI KYNGT

Sæll Ögmundur, nú hafa kræsingarnar sem iðnaðarráðherra býður upp á í Nubo-málinu verið bornar á borð. Fnykinn leggur þegar um allt.

GEGN ERLENDUM YFIRRÁÐUM

Þakka þér fyrir afstöðu þína og framgõngu gagnvart erlendum yfirráðum á Íslandi. Kveðja frá sjálfstæðismanni.

VARÐANDI GRÍMSSTAÐI

Ónáttúran í Íslendingum ríður ekki við einteyming - hún verður svo sannarlega ekki lamin til hlýðni með lurkum.

KÍNVERSK RISAÚTGERÐ Á GRÍMSSTÖÐUM: HÆTTA Á "OFBEIT" FERÐAMANNA

Sæll Ögmundur,. Þekkt er það módel, að erlendir aðilar komi sér upp einingu í áhugaverðu landi, reisi tilbúið þorp, sjái um alla þjónustu og taki jafnframt (nær) allan arð til sín.

VATNIÐ OG VIRKISTURNINN!

Heill og sæll. Nú heiti ég á þig Ögmundur, hæstvirtur Innanríkisráðherra, að þú sýnir á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn, 4.

KÍNVERSKA RÍKIÐ VILL KOMA SÉR FYRIR Á GRÍMSSTÖÐUM

Það er auðvelt að kaupa Íslendinga. Ömurlegt að það skuli verða Þingeyingar sem eru auðkeyptastir. Öðru vísi mér áður brá! Góð tilvitnunin hjá þér í um Grímsstaðamálið í Sauðárkróksræðu þinni.

SPURT UM GRÍMSSTAÐI

Hvernig standa mál með Huang og Zhongkun Group?. Davíð Jóns. . Kemur ekkert inn á mitt borð - enn sem komið er.. Ögmundur

HVER SKYLDI VERA SKÝRINGIN?

Sæll Ögmundur. Nú stendur kvótaumræðan sem hæst og þessvegna ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að einfalda eitthvað af kerfinu, til hvers eru 2 kerfi króka og aflamark , ástæðan fyrir krókaaflamarkinu var að gera vel við einstaklingsútgerð og lítil fjölskyldufyrirtæki, staðreindin í dag er að stórútgerð og fiskvinnslur eru stærstir í krókakerfinu, en hvers vegna???, er það vegna þess að engir samningar gilda um kaup og kjör?. Snæbjörn Sigurgeirsson.