Takk kærlega fyrir þína staðfestu og einurð í Huang Nubo málinu. Haltu áfram á sömu braut sem og í öðrum málum, ég styð þig heilshugar enda virðist þú einn ráðherra hafa hugrekki og heiðarleika.
Sæll Ögmundur, . Takk fyrir hvað þú sendur þig vel í þessu svo kallaða "Nupomáli". Ég heyri á fólki í kringum mig að langflestir ef ekki allir eru á móti að leigja eða selja landið okkar.
Þakkir til þín Ögmundur fyrir að hafa staðið í lappirnar vegna Grímsstaðamálsins. Of margir fengu slæmsku í hnén vegna þess arna - það er ekki góður sjúkdómur, allra síst hjá þeim sem þurfa að standa í lappirnar þegar stórir karlar berja að dyrum.
Sammála um að endurskoða allar ákvarðanir og skilmála og í víðara samhengi varðandi kínverska fjárfestinn Huang Nubo, allar framkvæmdir að Grímsstöðum á Fjöllum og fyrirætlanir til lengri tíma litið.