Fara í efni

MÁ SKRÖKVA?

Má skrökva að stjórnsýslunni? Við vitum að stjórnsýslan er fámenn og verk hennar yrði auðveldara, jafnvel leikur einn, ef hún gæti treyst upplýsingum frá okkur, fyrirtækjum og einstaklingum sem undir hana heyra. Því miður er því ekki alltaf að heilsa. Sem betur fer vita flestir að bannað er að skrökva að skattinum og án þess að ég sé að gera fólki upp óheiðarleik þá þykist ég vita að ótti við viðurlög eigi drjúgan þátt í að flest framtöl eru sannleikanum samkvæmt. En ríkið rekur ýmsar aðrar eftirlitsstofnanir í þágu borgaranna með okkur sem rekum fyrirtæki. Megum við þá skrökva að þeim þegar okkur hentar? Svarið er að finna í almennum hegningarlögum, það er refsivert. En af hverju er er ég að brydda upp á þessu? Er þetta eitthvað sem varðar almenning? Já þetta er grafalvarlegt og ég tel það borgaralega skyldu mína að upplýsa að Neytendastofa lítur á hegningarlögin sem dauðan bókstaf sem stofnunin horfi ekki til. Þetta gengur ekki upp því ef mönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fylgja lögum eða ekki, þá er hætt við að óprúttnir aðilar sæti lagi í skjóli málamyndaeftirlits.
Sigurður Þórðarson

Sæll og þakka þér bréfið. Ekki er ljóst á hvern hátt þú telur Neyterndastofu fara með rangt mál.
Kv.,
Ögmundur