Fara í efni

Frá lesendum

AÐ KYNGJA SOÐNUM ÞORSKI

Sæll Ögmundur minn kæri. Þá er brostin á stund umsagna og einkunnagjafa. Þungvopnuð bardagaátök eru skollin á og kýrskýrt að velsamstarfandi félagar undanfarna ca 1200 daga fara nú hver í sína áttina af ótta við að sameiginleg skerpingarvinna gæti orðið fjötrar einir er upp verður staðið.

HVAÐ HEFURÐU GERT FYRIR MIG?

Sæll Ögmundur Jónasson. Nú fer að halla undir að þínum sorglega ferli á vinnumarkaðinum fari að ljúka. Þú starfaðir sem formaður BSRB frá 1988 til haustsins 2009.

ÞAKKIR FYRIR GEIRFINNSMÁL

Sæll Ögmundur.. Mig langar á síðustu dögum þessa þings að þakka þér fyrir föst og vel rökstudd svör við leiðinlegum fyrirspurnum úr þingsal beinlínis beitt til að rugga bátnum.

ALLT STJÓRNAR-SKRÁNNI AÐ KENNA?

Þjóðarviljinn er að flestra mati vandmeðfarið hugtak. Það eru helst einræðisherrar eða aðrir sem telja sig hafa örlög og hagsmuni þjóðar sinnar í hendi sér sem taka sér orðið í munn og beita frjálslega.

SKÖMM AÐ STOPPA HAPPDRÆTTIS FRUMVARPIÐ!

Þú telur upp ýmis mál sem samþykkt voru á Alþingi og önnur sem ekki hlutu náð. Verst þótti mér að ekki skyldi takast að fá happdrættisfrumvarpið samþykkt.

KREFST SVARS UM BAKKA

Hvernig réttlætir þú nýsamþykkt lög sem heimila atvinnumálaráðherra, samflokksmanni þínum, Steingrími J. Sigfússyni, að semja um milljarða ríkisstuðning upp úr mínum skattavasa til erlendrar kísilmálmbræðslu á Bakka við Húsavík og skattaívilnanir í ofanálag, þar með talið niðurfellingu á tryggingagjöldum? Ég krefst svars.. Jóhannes Gr.

MARGAR ÁSTÆÐUR FYRIR AÐ HALDA FLUG-VELLINUM Í VATNSMÝRINNI

Sæll Ögmundur. Ég styð þig eindregið í baráttunni við að halda Reykjavíkurflugvelli þar sem hann er. Ástæðurnar má meðal annars sjá í meðfylgjandi skjali.

EKKI FÆRA FLUGVÖLLINN!

Ég vil auðvelda fólki að ferðast til Reykjavíkur frá landsbyggðinni og auðvitað á það sama við þegar fólk vill fljúga út á land.

NETFRELSI OG NETÖRYGGI

Til að auka frelsi mitt til að sjá ekki það sem ég vil ekki sjá á netinu, ætti að skylda alla þá sem skaffa netsamband að bjóða gjaldfrjálsa netsíu á internettenginuna.

UM SÖLU BANKA OG INNLIMUN Í ESB

Sæll Ögmundur. Það eru þrjú óskyld atriði sem mig langar að ræða um og það fyrra eru vangaveltur um sölu á tveim bönkum og þjóðinni komi það ekkert við engin þjóðaratkvæðagreiðsla ?? Þetta er bara regin hneyksli því ríkissjóður er búinn að dæla skattpeningum inn í bankana og sparisjóðina og því hljóta greiðendur,fólkið í landinu hafa eitthvað um það að segja? Hitt varðar hugsanlega innlimun okkar í ESB á sama tima og Bretar vilja þaðan út.