
Hvaða rétt hefur fólk í mafíuþjóðfélagi? - Einkarekin eftirlitsfyrirtæki -
11.09.2022
Það er ríkt í mannlegu eðli að draga úr alvarleika mála, sérstaklega ef málin þykja óþægileg. Þá er stutt í meðvirkni og afneitun. Mikið bar á því árin fyrir hrunið. Á meðan unnið er að auðlindaráni á gulleggjum þjóðarinnar er rætt á Alþingi um brennivín í búðir og frjálsan aðgang að eiturlyfjum. Fólk í vímu er enda ólíklegt til þess að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum og því hagur stjórnmálanna og mafíuaflanna að halda sem flestum í annarlegu ástandi ...