Fara í efni

Greinasafn

2022

STRÍÐSREMBA STÓRVELDA HÉR OG ÞAR Í VERÖLDINNI

...  Raddir mannelsku, friðar, eru skipulega þaggaðar af æsiöflum stríða, þegar á reynir um mat á geggjun þeirra. Ekki er það ný bóla í heimi hér, en henni ber að eyða, Opinberun á Stórrúsneskri rembu gagnvart Úkraníu er auðvitað áfall öllum vitibornum. Mikilvægt er þó að við það magnist ekki enn stríðs- remba Vesturvelda, þórðargleði stríðsbrjálæðinga, sem vopnum veifa og kalla fram stríðsböl í veröld ...

LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL HÆRRA RAFORKUVERÐS?

...  Það er mikil einföldun þegar því er haldið fram að stórhækkað raforkuverð í Evrópu stafi einungis af minna framboði en eftirspurn. Vandinn liggur að stórum hluta í því að „markaðsöflunum“ [„hýenunum“] hefur verið sleppt lausum á fyrirtæki og almenning. Eyðilegging og niðurbrot innviðanna í framleiðslu og dreifingu rafmagns leiðir til „ sóunarsamkeppni “ (og sýndarsamkeppni) flóknara regluverks og fleiri milliliða [afæta] sem engu bæta við framleiðslu og dreifingu, heldur þvert á móti soga til sín fé og eignir almennings  ...
BJARNI BÝÐUR Í KAFFI

BJARNI BÝÐUR Í KAFFI

Ég trúi ekki öðru en að bókakaffi þýði bæði bækur og kaffi. Nema hvað Bjarni Harðarson hjá bókaútgáfunni Sæmundi býður í bókakaffi í Ármúlanum eins og lesa má í auglýsingunni hér að ofan. Þar verð ég líka að spjalla við þá sem spjalla vilja um bók mína  Rauða þráðinn . Saman fáum ...
Í BOÐI UNGRA SÓSÍALISTA Á SAMSTÖÐINNI

Í BOÐI UNGRA SÓSÍALISTA Á SAMSTÖÐINNI

Síðastliðinn laugardag var efnt til fundar á Hótel Borg um vinstri stefnu í samræmi við það sem áður var boðað hér á síðunni, hvenig megi snúa vörn í sókn. Því miður brást að streyma fundinum eins til stóð að gera og upptakan einnig – og er það leitt en slys gerast. En þeir   Trausti Breiðfjörð Magnússon og  Karl Héðinn Kristjánsson   buðu mér í þátt sinn á   Samstöðinni ,   Rauðan raunveruleika ...

ÚKRAÍNA Í TAFLINU MIKLA

Við heyrum það alls staðar, Úkraínudeilan snýst um yfirgang og árásarhneigð einræðisherrans í Kreml gagnvart varnarlitlu sjálfstæðu grannríki hans, Úkraínu. Yfirgang sem jafnframt  er «ógn við öryggi í Evrópu” eins og utanríkisráðherann okkar segir.  Já, deilan snýst um frelsi og valkosti Úkraínu. En hún snýst um fleira. Um öryggi Rússlands, eins og Pútín klifar á. Hún snýst líka um grundvöll bandalagsins NATO og um þenslu þess í austur – og um hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu ...
140 ÁRA OG ER ENN ÆTLAÐ LANGT LÍF

140 ÁRA OG ER ENN ÆTLAÐ LANGT LÍF

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.02.22. Undir magnaðri mynd úr Skagafirði “í töfrabirtu” stendur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og lýsir “sexföldun framleiðslu” hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á undanförnum þremur áratugum. Forvígismaðurinn á “skagfirska efnahagssvæðinu” vill greinilega minna á að þótt kaupfélögin hefðu “verið allt í öllu” á öldinni sem leið þá sé fjarri því að þau hafi sagt sitt síðasta. Þeir eru fleiri  ...
OPINN FUNDUR UM VINSTRI STJÓRNMÁL Á LAUGARDAG

OPINN FUNDUR UM VINSTRI STJÓRNMÁL Á LAUGARDAG

Í ársbyrjun 1995 var haldinn kraftmikill fundur á Hótel Borg í Reykjavík. Fundarefnið var að leita svara við því hvernig glæða mætti róttæka vinstri pólitík í landinu. Nú skal spurt ...
NÚ ÞARF ANNAN FUND Á HÓTEL BORG OG SVO MARGA FLEIRI!

NÚ ÞARF ANNAN FUND Á HÓTEL BORG OG SVO MARGA FLEIRI!

... A flið sem um ræðir og þarf að virkja kemur frá almenningi. Það afl þarf súrefni og súrefnið kemur með opinni umræðu ekki í leyndarspjalli. Leyndarspjall í langan tíma færir okkur inn í draumaland peninganna, vogum vinnur vogum tapar, hver er sinnar gæfu smiður ...  Nú þarf annan fund á Hótel Borg. Og síðan fleiri fundi. Vinstrafólk á ekki að láta drepa í sér logann heldur glæða hann. Við þurfum að læra af reynslunni og snúa vörn í sókn og þá sókn þarf að hugsa til langs tíma. ...
AÐ LOKINNI “HEIMSÓKN” TIL TYRKLANDS

AÐ LOKINNI “HEIMSÓKN” TIL TYRKLANDS

Á sunnudag fyrir rúmri viku og svo á mánudeginum tók ég þátt í svokallaðri  Imrali sendinefnd   til Tyrklands. Heimsóknin var um netið í annað skiptið vegna ferða- og fundatakmarkana af völdum kóvid faraldursins. Í sendinefndinni voru átján fulltrúar og hefur hún ekki verið svo fjölmenn til þessa. Á myndinni má sjá hluta þátttakenda í umræðum.  Imrali er fangaeyjan þar sem ...
ÞÓRDÍS, BLINKEN OG GUÐNI TH. UM ÚKRAÍNU OG VINI OG ÓVINI ÍSLENDINGA

ÞÓRDÍS, BLINKEN OG GUÐNI TH. UM ÚKRAÍNU OG VINI OG ÓVINI ÍSLENDINGA

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra Íslands ætlar ekki að verða eftirbátur forvera síns í utanríkisráðuneytinu hvað varðar fylgispekt við NATÓ og Bandaríkjastjórn. Yfirlýsingar í tengslum við fundi NATÓ og símtöl við Blinken utanríkisráherra BNA bera þess vott að núverandi ríkisstjórn ætlar áfram að líma sig upp að þessum aðilum hvað sem líður stríðsæsingartali þeirra. Íslendingar muni standa með öllum sínum “vinaþjóðum” gegn Rússum ...