Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2021

HROSSAKAUP Á ALÞINGI OG FLEIRA UM BANKARÁN

Þennan gamla þekkjum veg, þreyttan sýna vanga. Þú færð banka, þjóðgarð ég, þannig skiptin ganga. Ýmsa galla á því sé, ætla að fylla á tanka. Þegar vilja þvætta fé, þá menn nota banka. ... Kári

VALDHAFINN STÍGUR FRAM

Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...

EINKAVÆÐING GRÓÐANS

Þegar græðir þjóðarbú, þá við heimtum lykla. Rán á banka ræðum nú, reynsluna höfum mikla. Tíminn þessi táknræni, tækifæri í búskap. Frelsi ásta og fjölkvæni, fleiri en tveir í hjúskap. ... Kári
SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

Hvers skyldi áhættan hafa verið þegar einkavæðing bankanna var um garð gengin á fyrsta áratug aldarinnar og fjármálahrunið í kjölfarið? Svarið er einfalt. Hrunið bitnaði á samfélaginu og verst á þeim sem verst stóðu. Nú eru sömu álitsgjafar komnir á kreik og í aðdraganda hrunsins og stjórnmálamenn eru með nákvæmlega sömu formúleringar og áður. Það sem vantar er sú rödd sem á þeim tíma kom frá VG. Fínt sé að selja, nú sé komið svo gott regluverk, allt svo gagnsætt, heyrist einng úr þeirri átt. Hvað nákvæmlega er eiginlega verið að ...

ORKUMÁL SEM ORSÖK ÁTAKA OG ÁGREININGS

Mörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...

ÍSLANDSBANKI SELDUR

Bjarni selur bankann fljótt bætir við fjölskyldu eignir þó Engeyingarnir eigi gnótt eflaust verða fegnir. SA hagnaðist um fúlgur fjár fljótlega kaupa því banka En alþýðan sveltur og er sár sé Drífu með þunga þanka. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

YFIRVOFANDI BANKARÁN

Ef að drýpur eitthvað smér, öllu vill hún sanka. Íslenska mafían ætlar sér, eignarhald á banka. Kári

HÆTTA BÚIN LÝÐRÆÐI

Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ... Nonni
ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

Í Þrettándanum sem er í dag, lýkur jólum og héðan af verður tilfinningin ríkari með hverjum deginum sem líður að sól fari hækkandi á lofti  og daginn að lengja.  Birtutíminn hefur að sönnu verið að lengjast frá vetrarsólstöðum, 21. des­em­ber, en þann dag var sólin fjærst frá norður­póli jarðar á árinu, og fyr­ir vikið var þá stysti dag­ur árs­ins.  Það fer vel á því að lýsa heimilin og byggðirnar upp í myrkrinu um jólin og sjálfur játa ég ... Frá Washington berast nú fréttir af innrás í Bandaríkjaþing. Ógnvekjandi atburðarás gæti verið hafin sem ekki sér fyrir endann á ...
FRELSI MITT OG ÞITT GERT UPPTÆKT Í ÞÝSKLANDI

FRELSI MITT OG ÞITT GERT UPPTÆKT Í ÞÝSKLANDI

...  Nú bregður svo við að í dag berast þær fréttir að arabísk útgáfa af bókinni hefur verið gerð upptæk á flugvellinum í Düsseldorf í Þýskalandi.  Spurningin er sú hvort þetta séu mistök – það á eftir að koma í ljós. Hinu eru menn vanir að í þýskalandi séu samkomur til stuðnings Kúrdaleiðtoganum bannaðar. Það þekki ég af eigin raun ...