Fara í efni

Greinasafn

Júní 2020

RÍKISSTJÓRNIN HEFTIR EKKI LANDAKAUP AUÐMANNA  (Fyrri grein)

RÍKISSTJÓRNIN HEFTIR EKKI LANDAKAUP AUÐMANNA (Fyrri grein)

Birtist í Morgunblaðinu 18.06.20. Á undanförnum árum hafa verið mikil brögð að því að auðmenn, bæði íslenskir en þó ekki síður erlendir, kaupi upp landareignir hér á landi og eru sumir þeirra komnir með umtalsvert eignarhald á sína hendi, sumir gríðarlegt. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á mörgum leyfi ég mér að fullyrða, þótt ekki hafi mótmæli verið mjög sýnileg. Nýlega afhenti kona úr Hafnarfirði, Jóna Imsland, forsætisráðherra tíu þúsund undirskriftir þar sem ...  
ÁBYRGÐ Á REKSTRI SPILAKASSA OG SPILAVÍTA SKRÁÐ Á NÖFN OG KENNITÖLUR

ÁBYRGÐ Á REKSTRI SPILAKASSA OG SPILAVÍTA SKRÁÐ Á NÖFN OG KENNITÖLUR

Þar kom að því að þöggun á kröfum um að spilakössum og spilavítum verði lokað er mætt með því að færa ábyrgðina á nöfn og kennitölur þeirra sem stýra þeim samtökum og stofnunum sem hagnast á rekstri þessara vítisvéla sem sett hafa fjölda heimila í rúst og eyðilegt líf þúsunda einstaklinga.  Þetta er gert í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Þetta eru fullkomlega eðlileg og réttmæt viðbrögð   Samtaka áhugafólks um spilafíkn   eftir alla þá ...
FUNDURINN SEM EKKI VARÐ – ENNÞÁ

FUNDURINN SEM EKKI VARÐ – ENNÞÁ

Hinn 15. mars síðastliðinn stóð til að efna til fundar um fiskveiðistjórnunarkerfið í Reykjanesbæ þegar tilmæli bárust frá sóttvarnaryfirvöldum að ekki skyldi efnt til fjölmennra funda vegna veirufaraldursins illræmda.  Þá var brugðist við með því að senda út “sjónvarpsþætti” á netinu ...  Nú verður gert hlé á þessum útsendingum fram yfir  verslunarmannahelgi en þá munum við láta heyra í okkur enda stendur ekki til að þagna ...

BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...
OLÍS SVARAR KALLI ÞJÓÐARINNAR EN HVAÐ GERA ÞJÓÐKJÖRNIR FULLTRÚAR?

OLÍS SVARAR KALLI ÞJÓÐARINNAR EN HVAÐ GERA ÞJÓÐKJÖRNIR FULLTRÚAR?

... Þ arna sýnir Olís félagslega ábyrgð sem ber að þakka og lofa. Vonandi verður framhald þarna á. Fyrir bragðið verður ánægjulegra að koma inn á sölustaði Olís! ... Þá þarf að horfa til r íkisstjórnar og Alþingis sem bera ábyrgð á ósómanum með því setja ekki lög sem banni spilavíti eða að lágmarki setji lagaramma sem veiti spilafíklum einhverja lágmarksvörn þegar framangreindar hjálparstofnanir og æðsta menntastofnun þjóðarinnar gera atlögu að þeim. Ríkisstjórn og Alþingi hafa til þessa stólað á að þögn ...
VILJA RÝMKA FYRIR SMÁBÁTAVEIÐUM – NEFNA DÆMI UM BRASK OG SIÐLEYSI

VILJA RÝMKA FYRIR SMÁBÁTAVEIÐUM – NEFNA DÆMI UM BRASK OG SIÐLEYSI

Sveinbjörn Jónsson , sjómaður til áratuga, er gagnrýninn á kvótakerfið, segir það ekki byggt á neinu sem líkja megi við vísindi. Þvert á móti hafi  vanbúin vísindi verið notuð til að afvegaleiða okkur. Sveinbjörn á að baki gríðarlega ...  Ragnar Önundarson , viðskiptafræðingur, hefur hins vegar ekki talað gegn kvótakerfi í fiskveiðum. En ekki ver hann braskið, þvert á móti gagnrýnir hann það harðelga. Rifjar upp að útgerðarmanni voru gegfnar upp skuldir upp á 20 milljarða í bankahruninu. Skömmu síðar hafi sami aðili  ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA ÞRJÚ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Nú verður enn haldið áfram að rekja innihald tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins 2019/944 um raforku. Eins og áður er komið fram er hún hluti af orkupakka 4 („Vetrarpakkanum“). Þessi vegferð skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenska þjóð enda margt sem þarna hangir á spýtunni. Það er hvorki meira né minna en öll raforkuframleiðsla, dreifing og sala hennar. Það er í fullu samræmi við orkupakkana sjálfa að „skera pylsuna“ í þunnar sneiðar og útheimtir umrædd tilskipun því endurtekin greinaskrif ...

VEL VIÐ HÆFI AÐ MINNAST ÁRNA STEINARS

Takk fyrir að minnast Árna Steinars heitins eins og þú gerir í sjómannadagspistli þínum hér á síðunni og einmitt vel við hæfi að gera það á þessum degi. Það var fyrir réttum 18 árum, árið 2002, að Samherji var látinn komast upp með meina honum að vera ræðumaður á sjómannadaginn á Akureyri, eins og hann hafði verið beðinn um, því vitað var hve gagnrýninn hann var á kvótakerfið. Í staðinn var fenginn ráðherra úr ríkisstjórn sem sagði að nóg væri komið af gagnrýni á kerfið! Skyldi þetta vera enn svona? Kæmi mér ekki á óvart. Tek undir kröfuna um kvótann heim. Löngu tímabært!!! Sigríður   
BARÁTTUKVEÐJUR TIL SJÓMANNA: KVÓTANN HEIM!

BARÁTTUKVEÐJUR TIL SJÓMANNA: KVÓTANN HEIM!

...  Í þáttunum  Kvótann heim   (sem sendur er út á sunnudögum klukkan 12 og eftir það aðgengilegt á youtube   https://kvotannheim.is/   ) er fjallað um mikilvægi þess að tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar og skynsamlega nýtingu hennar. Í nýjasta þættinum, sunnudaginn sjöunda júní, er rætt við tvo valinkunna menn, þá   Sveinbjörn Jónsson,   gamalreyndan sjómann að vestan, lengi í forystu sjómanna, og   Ragnar Önundarson,   viðskiptafræðing, sem ...

RÁÐHERRA VILL STÆRRA BÍLSKOTT OG SAMHERRJI SEFUR Í SKJÓLI

Ráðherraskottið reynist of lítið reynt er að finna því bata Æ þjónustumiðstöð ferlinu flýtið svo ferðast geti Kata. Samherjafrændur sofa nú blítt; þeir segjast hafa reglum hlýtt komnir í skjól fyrir Interpól og auðæfin geti því áfram nýtt. Höf. Pétur Hraunfjörð.