Fara í efni

Greinasafn

Maí 2020

ÞÖKK SÉ BYLGJUNNI, MBL.IS OG KVENNABLAÐINU

ÞÖKK SÉ BYLGJUNNI, MBL.IS OG KVENNABLAÐINU

Fram hefur komið í fjölmiðlum að forsætisráðherra hafi verið afhentar yfir tíu þúsund undirskriftir með áskorun til Alþingis um að eignarhald á landi verði ekki afhent út fyrir landsteinana, að skilyrði fyrir að eiga íslenskt land sé að eiga lögheimili í landinu og blátt bann og skilyrðislaust verði sett við uppsöfnun auðkýfinga, íslenskra jafnt sem erlendra, á landi. Fram hefur komið í fjölmiðlum segi ég. Sumum ...
VEISTU HVAÐ GERÐIST Í RÚANDA?

VEISTU HVAÐ GERÐIST Í RÚANDA?

Birtist í helgarblaði Morgunblasins 23/24.05.20. Ekki vissi ég það. Ég heyrði náttúrlega eins og allir aðrir fréttir af morðöldu í Rúanda fyrir rúmum aldarfjórðungi. Talað var um þjóðarmorð, hvorki meira né minna, og að stjórnvöld væru ábyrg. Svo heyrðum við að settur hefði verið á fót alþjóðlegur glæpadómstóll til að rétta yfir þeim sem taldir voru bera þyngstu sökina. Allt var þetta skilmerkilega tíundað í fjölmiðlum heimsins.  Samt fór þetta fyrir ofan garð og neðan hjá okkur flestum.   Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég las bókina   Litla land   sem ...
RÍKISSTJÓRNIN VIRÐI VILJA ÞJÓÐARINNAR OG LOKI Á FJÁRHÆTTUSPIL

RÍKISSTJÓRNIN VIRÐI VILJA ÞJÓÐARINNAR OG LOKI Á FJÁRHÆTTUSPIL

Birtist í Fréttablaðinu 20.05.20. Hver hefði trúað því í byrjun árs að hægt væri að loka Bandaríkjunum í bókstaflegri merkingu; að hið sama gæti gerst annars staðar, löndum væri lokað eða þau lokuðust eins og gerðist hjá okkur. Samt var þetta nú allt hægt enda markmiðið að vernda líf og heilsu. Fram hafa komið í fjölmiðlum samtök sem nefna sig Samtök áhugafólks um spilafíkn, SÁS. Þau hafa skýrt frá því, sem stundum áður hefur verið haft á orði, en nú á óvenju skilmerkilegan hátt, hvernig ...

"GÆTU SÓTT FLUGFREYJUR UTAN STÉTTARFÉLAGS"

Flugfreyjur eiga í fágætum vanda félagsmenn þarna nú illa standa verður sú raunin að lækka launin og nýja félagið samningum landa. Höf. Pétur Hraunfjörð.
VERÐUR LÓAN SPURÐ?

VERÐUR LÓAN SPURÐ?

Ég heyrði ekki betur en að nú væru í bígerð á nokkrum stöðum á Íslandi tugir vindmyllugarða en það heitir það þegar risavöxnum hreyflum er komið fyrir á stöplum sem teygja sig til himins með það fyrir augum að fanga vindinn og láta hann framleiða raforku. Því hærri og stærri þeim mun afkastameiri. Myndarleg vindmylla teygir sig 200 metra upp í loftið. Til samanburðar er Hallgrímskirkja í Reykjavík 75 metra há. Nú hljótum við að spyrja: ...

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ... Sunna Sara

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3.  Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „ Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær “ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ...  
ÞJÓÐIN DÆMIR SPILAKASSA ÚR LEIK

ÞJÓÐIN DÆMIR SPILAKASSA ÚR LEIK

85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Þarf að segja meira?  Hér ein frétt af ...
KVÓTANN HEIM 12 Á SUNNUDAG

KVÓTANN HEIM 12 Á SUNNUDAG

Þeir eru orðnir all margir  Kvótann heim   þættirnir á sunnudögum klukkan 12. Enn verður bætt í og nú litið á eignatengsla-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Einnig verður rætt við sjávarlíffræðing um rannsónir á vistkerfi neðansjávar. Síðastliðinn sunnudag brást tæknin þannig að ekki var hægt að dreifa þættinum á feisbók og youtube útgáfan brást einnig. Við látum ekki deigan síga og verðum enn á okkar stað - fyrst á feisbók og síðan verður efnið aðgengilegt á youtube.  https://kvotannheim.is/  

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér. Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili. Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ... Jóhannes Gr. Jónsson