Fara í efni

Greinasafn

Febrúar 2020

FARIÐ FRÁ SÝRLANDI, LYKILLINN ER Í IMRALI!

FARIÐ FRÁ SÝRLANDI, LYKILLINN ER Í IMRALI!

Kúrdar í Tyrklandi eru miður sín yfir innrás Tyrkja í Norður-Sýrland sem er til höfuðs byggðum Kúrda í Rojava. Þetta hef ég fengið að heyra á fundum mínum með talsmönnum Kúrda í Tyrklandsheimókn minni einsog við var að búast. Skilaboðin eru skýr til tyrkneskra stjórnvalda: Hverfið með innrásarliðið á brott, lykillinn að lausn er í Imrali. Það sem Tyrkir nú hafast að og eru að undirbúa er að...
TIL FUNDAR MEÐ KÚRDUM Í TYRKANDI

TIL FUNDAR MEÐ KÚRDUM Í TYRKANDI

Þessa viku er ég á ferð í Tyrklandi að afla upplýsinga um mannréttindi einkum um það sem snýr að hlutskipti Kúrda. Markmiðið með förinni er einnig að sýna stuðning við mannréttindabaráttu þeirra og andæfa meðferðinni á þeim. Í þessari för er ég í sendinenfnd sem kennd er við Imrali en það er fangelsiseyjan í Marmarahafinu sem Öcalan, leiðtaga Kúrda í Tyrklandi og norðanverðu Sýrlandi, hefur verið haldið fangelsuðum í rúma tvo áratugi eða allar götur frá árinu 1999. Þetta er þriðja Imralisendinefndin sem ég tek þátt í en áður ...
HÚSFYLLIR Í ÞORLÁKSHÖFN!

HÚSFYLLIR Í ÞORLÁKSHÖFN!

Þriðji opni fundurinn í fundaröðinni  Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim!   var haldinn í Þorlákshöfn í dag. Fullt var út úr dyrum og taldi ég á sjötta tug fundargesta. Góður rómur var gerður að framsöguræðu Gunnars Smára Egilssonar, blaðamanns, og voru umræðuranr í kjölfarið mjög góðar og uppbyggilegar. Næst stefnum við á Ólafsvík  ...

TIL ÞORLÁKSHAFNAR HÖLDUM NÚ

Þreyttur er og þungt skapið að þurfa horfa á leiki ljóta þeir sífellt vilja telja upp tapið og tala um sinn eignakvóta í Þorlákshöfn því mætum nú þar rætt verður um kvóta auðlindina við eigum ég og þú en auðmenn aðeins njóta. Höf. Pétur Hraunfjörð.  
NÆSTI ÁFANGASTAÐUR HEITIR HENDUR Í HÖFN!

NÆSTI ÁFANGASTAÐUR HEITIR HENDUR Í HÖFN!

Á   sunnudag klukkan 12 á hádegi og til klukkan 14 (að hámarki) fer fram fundur á þessum veitingastað í Þorlákshöfn.  Fundurinn er öllum opinn og allir velkomnir. Yfirskriftin er eins og fyrri daginn:   Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim.  Nánari upplýsingar um fundinn og staðsetningu má nálgast hér ...

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ... Ársæll
DAGUR TVÖ Á KÚRDAFUNDI Í BRUSSEL

DAGUR TVÖ Á KÚRDAFUNDI Í BRUSSEL

Myndin að ofan sýnir Simon Dubbins frá bresku verkalýðshreyfingunni sýna forystumenn hreyfingarinnar hefja plaköt á loft með kröfum um að rjúfa einangrun Öcalans.  Í dag var síðari dagurinn á ráðstefnu sem ég sæki í Brussel um málefni sem tengjast Kúrdum, Tyrklandi og Mið-Austurlöndum almennt. Hann hófst á umræðu um áhrif og afleiðingar innrásar Tyrkja í norðurhluta Sýrlands ...

UM VEXTI OG VERKALÝÐSFLOKK

Stýrivextir nú stöðugt lækka styrkir og bætir okkar hag Verðbætur þá hætta að hækka og hamingjan kemst í lag. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
MÁLEFNI KÚRDA TIL UMRÆÐU Í BRUSSEL

MÁLEFNI KÚRDA TIL UMRÆÐU Í BRUSSEL

Í dag og á morgun sæki ég fund í þingi Evrópusambandsins, sem vinstri flokkarnir, sósíalistar, kratar og græningjar standa að um málefni Kúrda undir fyrirsögninni: Evrópusambandið, Tyrkland, Mið-Austurlönd og Kúrdar. Fundurinn er formlega á vegum European Union Turkey Civic Commission, EUTCC. Þetta er nefnd sem sett var á laggirnar upp úr aldamótum til að fjalla um aðildarumsókn Tyrkja að Evrópusambandinu... Þetta er sextánda ráðstefnan á vegum nefndarinnar og er að jafnaði ein ráðstefna á ári. Þetta er þriðja ráðstefnan af þessu tagi sem ég sæki og þótt ég hafi verið hvattur til að koma er ég hér algerlega á eigin vegum í leit að fróðleik ...

TIL SKÁLDSINS Í BORGINNI

Við að yrkja yndisljóð ýmsir frægir reyna. Vísa Eldjárns virðist góð vil því ekki leyna.  Höf. Pétur Hraunfjörð.