Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2019

ÞÁ MUN ORKUVERÐ Á íSLANDI HÆKKA

Þakka þér fyrir Ögmundur að taka þátt í umræðum um Orkupakkan. Ég bjó í Danmörku frá 2002-2015 og varð ískyggilega vör við að á EU svæðinu yrði að vera sambærilegt verð. Upp úr 2007 fór  raforkuverð að hækka ískyggilega og rétt áður en ég kom heim aftur var komin 73% skattur ofan á orkunotkun. Mér persónulega finnst ekki koma nógu skýrt fram, hvað skeður ef sæstrengur er samþykktur ... Sigríður Ragnarsdóttir
HÉR ER HÆGT AÐ SKRIFA UNDIR ÁSKORUN UM AÐ HAFNA ORKUPAKKANUM!

HÉR ER HÆGT AÐ SKRIFA UNDIR ÁSKORUN UM AÐ HAFNA ORKUPAKKANUM!

Í skrifum, m.a. hér á síðunni, hefur ítrekað verið gerð grein fyrir fyrir ástæðum þess að rétt sé hafna 3. Orkupakkanum þó ekki væri vegna annars en að þeir fyrirvarar sem okkur er sagt að eigi að tryggja hagsmuni Íslands halda ekki.  Fyrri umræða um þingsályktunina, sem ætlað er að festa þennan þriðja áfanga á markaðsvæðingu raforkukerfisns inn í EES skuldbindingar Íslands, stendur nú yfir og er mikilvægt að þingmenn þekki hug almennings.  Ég hvet alla til að fara inn á ...
ORKUPAKKI 3: ÞÖRF Á MÁLEFNALEGRI UMRÆÐU OG ÞAR LÍTI ALLIR Í EIGIN BARM!

ORKUPAKKI 3: ÞÖRF Á MÁLEFNALEGRI UMRÆÐU OG ÞAR LÍTI ALLIR Í EIGIN BARM!

Í morgun var ég gestur þeirra Heimis og Gulla í Bítinu á Bylgjunni að ræða orkupakkann. Þar hvatti ég til þess að forðast ómálefnlegt tal og var ég þá að svara dylgjum Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, sem farið hefur illum orðum um þá sem leyfa sér að gagnrýna orkupakkann sem fyrir dyrum stendur að samþykkja á Alþingi.  En þá þurfum við líka öll að horfa í eigin barm. Til sanns vegar má færa að ég hafi sjálfur farið inn á braut dylgju-umræðu þegar ég í morgun talaði um tengsl af fjölskyldu- og hagsmunatoga. Þetta á ekki að gera nema ...

LÁTUM EKKI SVÍVIRÐINGAR TRUFLA OKKUR

Ég er algerlega sammála þér í morgun á Bylgjunni að nú er þörf á yfirvegaðri og ábyrgri umræðu um orkumálin og að láta ekki svívirðingatal manna á borð við Þorstein Víglundsson, varaformann Viðreisnar, trufla sig. Ég ætla því ekki að fara í hnútukast við hann enda dæma orð hans sig sjálf. Jóhannes Gr. Jónsson

NAUÐSYNLEGT AÐ AÐVARA ALMENNING !

Sæll Ögmundur, þakka þér fyrir skeleggan málflutning um þann vara sem verður að hafa á varðandi orkupakka 3 - algerlega nauðsynlegt að aðvara almenning. Vonandi verður hafin undirskriftarsöfnun á netinu á vegum þíns hóps sem fyrst. Kær kveðja, Nína Margrét
UPPLÝSANDI FUNDUR UM ORKUMÁLIN

UPPLÝSANDI FUNDUR UM ORKUMÁLIN

Á hádegisfundi í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í dag var fjallað um 3. Orkupakkann sem svo er nefndur og spurt hvort við kynnum að missa yfirráð yfir orkunni og þá hvort orkupakkinn væri enn ein varðan á þeirri vegferð. Sjálfur er ég sannfærður um að svo sé og gekk vel rökstudd umræðan á fundinum einnig mjög í þessa átt.   Fyrir Alþingi liggur þingsáslyktunartillaga frá ríkisstjórninni sem augljóslega er mjög vanreifuð og væri skynsamlegast að hún yrði dregin til baka og málið allt endurskoðað! ... 
SAFNAHÚSIÐ LAUGARDAG KL. 12: HVAÐ FELST Í ORKUPAKKA 3?

SAFNAHÚSIÐ LAUGARDAG KL. 12: HVAÐ FELST Í ORKUPAKKA 3?

Boðið er til opins hádegisfundar laugardaginn 6. apríl í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.  Spurt er hvort við séum að missa yfirráð yfir orkunni okkar og hvort 3. orkupakkinn sé enn ein varðan á þeirri vegferð.  Frummælendur hafa rýnt í þessar spurningar frá mismunandi sjónarhólum en eiga það sameiginlegt að búa yfir þekkingu á málefninu. Þeir eru ...  Fundurinn hefst klukkan 12. Fundurinn er opinn og eru allir velkomnir ...

NIÐUR MEÐ ORKUPAKKANN!

Tillaga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar er að heimila Alþingi „að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara“ við innleiðingu 3 orkupakkans í EES-samninginn. Ef þjóðþing allra EFTA-landanna samþykkja verður pakkin að lögum á EES-svæðinu og þar með Íslandi. Stuðningsmenn pakkans, m.a. ráðherrar Sjálfstæðisflokks og VG, flytja málið þannig að annars vegar hafi pakkinn ...

ER VERIÐ AÐ ÖGRA OKKUR???

Sæll Ögmundur Vek athygli þína á meðfylgjandi frétt.  https://viljinn.is/frettaveita/bandariski-flugherinn-i-framkvaemdir-i-keflavik-fyrir-taepa-7-milljarda/   Kanaherinn ætlar að leggja sjö milljarða í herframkvæmdir í Keflavík til viðbótar við þrjá milljarða sem búið var að ákveða. Þetta eru kaldar kveðjur. Á þetta bara að renna í gegn án nokkurrar umræðu? Kemur okkur þetta ekkert við? Er verið að ögra okkur? Ég bara trúi því ekki að þetta sé að gerast! Kveðja   https://viljinn.is/frettaveita/bandariski-flugherinn-i-framkvaemdir-i-keflavik-fyrir-taepa-7-milljarda/ KSS
KÚRDAR ÁVARPAÐIR Í STRASSBORG

KÚRDAR ÁVARPAÐIR Í STRASSBORG

Í dag ávarpaði ég útifund Kúrda í Strassborg, bar þeim kveðjur vina þeirra á Íslandi og hvatti þá til dáða ...  Baráttukveðjur mínar til Kúrda snerust allar um baráttu fyrir friði:   “Lykillinn að friðsamlegri framtíð í Kúrdahéruðum Tyrklands er í hendi tyrkneskra yfirvalda. Lykillinn er að fangaklefa á Imrali eyju þar sem Öcalan, leiðtoga Kúrda er haldið í einangrum. Ef lyklinum er snúið og fangelsysdyrnar oppnaðar þá mún jafnframt verða opnað á friðsamlegar lausnir."  Fréttir af útifundinum eru hér ...