Fara í efni

Greinasafn

Október 2019

HLUSTUM Á ÞETTA FÓLK!

HLUSTUM Á ÞETTA FÓLK!

Fyrir nokkru birti ég grein þar sem ég varaði við “aflátsbréfum” okkar samtíðar og líkti þar áróðri flugfélaga og olíufélaga fyrir aukinni neyslu - fljúga meira keyra meira - við sölumennsku kaþólsku kirkjunnar á 16. öld þegar menn gátu keypt kvittun fyrir því að allar syndir þeirra væru fyrirgefnar - þess vegna óhætt að syndga áfram. Útkoman úr aflátsbréfasölu samtímans gæti orðið sú að víðernum Íslands yrði stefnt í hættu svo ákafir yrðu ferðalangarnir í að kaupa sér sálarró – og góða samvisku ... Jákvæður vilji fólks til að rísa upp til varnar náttúrunni er vandmeðfarinn og er grundvallaratriði að skynsemi og dómgreind fylgi með í pakkanum. Til þess er jú barist að ...
EINTAL JÓHÖNNU KRISTÍNAR

EINTAL JÓHÖNNU KRISTÍNAR

Fyrr í mánuðinum var opnuð yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur í Listasafni Íslands. Mun hún standa fram yfir áramótin, til 26. janúar. Samhliða sýngunni, sem ber heitið   Eintal,   er gefin út bók um listakonuna og er hún prýdd myndum af verkum hennar ásamt upplýsingum og skýringum. Við opnun sýningarinnar kom greinilega fram að Knútur Bruun, sem listamenn og listunnendur þekkja af mikilli atorku og brennandi áhuga á myndlistinni um áratugaskeið, hefur verið   ...
TYRKIR SAKAÐIR UM AÐ BEITA EFNAVOPNUM

TYRKIR SAKAÐIR UM AÐ BEITA EFNAVOPNUM

Sú alþjóðastofnun sem fer með eftirlit með notkun bannaðra efnavopna, The Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW) , rannsakar nú hvort tyrkneski innrásarherinn í Sýrlandi hafi beitt slíkum vopnum. Þykir margt benda til þess að svo hafi verið ... Hálf dapurlegt þykir mér þegar menn láta það villa um fyrir sér að Bandaríkin hafi átt tímabundna samleið með Kúrdum í Norður-Sýrlandi og ætla jafnvel Kúrdum að ganga erinda þeirra. Þetta er eins fráleitt og hugsast má. Það þekki ég af ...

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem   afhendir , ríkasta hluta þjóðarinnar  auðlindir sínar á hverju hausti . Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land ið   þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er lan dið   þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ... Monsieur le docteur   Ralph

PENINGAÞVOTTAVÉLAR

Úr þvottavélum er þýfið hreint, þá mega peninga vista. Ísland og Simbabve settu beint, á svartasta mafíulista. Kári
GEGN HEIMSVALDASTEFNU – MEÐ WIKILEAKS

GEGN HEIMSVALDASTEFNU – MEÐ WIKILEAKS

Síðastliðinn sunnudag tók ég þátt í pallborðsráðstefnu í Derry á Norður-Írlandi undir yfirskriftinni   Imperialism on trial – free Julian Assnange.   Eins og heitið ber með sér er heimsvaldastefnan tekin til gagnrýninnar skoðunar og aðkoma handahafa þeirrar stefnu í aðförinni að Wikileaks og Julian Assnage. Ráðstefnustjóri var Greg Sharkey en auk mín töluðu Clare Daly og Mick Wallace, þingmenn Írlands fyrir Independants 4 change, á þingi Evrópusambandsins, Chris Williamson, þingmaður Verkamannaflokksins breska ...

HUNDAR NOTAÐIR TIL AÐ LEITA AÐ PENINGUM EN HVAÐA HUNDAR SKYLDU FINNA ÞJÓÐARSJÓÐINN?

þjóðarsjóðinn þekur loft, þar er leyniheimur. Glæpahundar ganga oft, galvaskir á tveimur. ... Kári

UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...
SPJALLAÐ Á HRINGBRAUT VIÐ BOGA OG SIGMUND ERNI

SPJALLAÐ Á HRINGBRAUT VIÐ BOGA OG SIGMUND ERNI

Í gær tókum við saman spjall á Hringbraut við Bogi Ágústsson, fyrrum samstarfsmaður minn til margra ára á Sjónvarpinu, og Sigmundur Ernir, þáttastjórandi en einnig hann var um tíma samstarfsmaður. Það var þegar við báðir gegndum þingmennsku. Umræðuefnin voru Katalónía, mannréttindabrotin þar, árás Tyrkja á byggðir Kúrda í Rojava, kosningarnar í Póllandi, “popúlismi” og tvískinningur í stjórnmálum og síðan Brexit. Allt var þetta á vinsamlegum nótum eins og við mátti búast þótt ekki værum við sammála um allt ...
Í DERRY: HEIMSÓKN INN Í LIÐNA TÍÐ SEM ÞÓ ER SVO NÆRRI

Í DERRY: HEIMSÓKN INN Í LIÐNA TÍÐ SEM ÞÓ ER SVO NÆRRI

Mér var það merkileg reynsla að koma til Derry á Norður-Írlandi. Mín kynslóð ólst upp við fréttir af stríðsátökum þar óþægilega, og að okkur fannst, ótrúlega nærri okkur; að  borgarastyrjöld skyldi háð á Norður-Írlandi var óraunverulegt, líkt og það síðar varð undarlegt og óraunverluegt þegar Austurvöllur logaði í bókstaflegum skilningi haustið 2008 og í upphafi árs 2009 þegar fjármálakerfi Íslnds féll fyrir hendi glæframanna.  Allt getur gerst ef fólki finnst ranglætið vera orðið óbærilegt. Og óbærilegt var það á Norður-Írlandi undir ...