UM KÚRDA Í KÖLN
			
					11.12.2017			
			
	
		Sl. laugardag sat ég fund um málefni Kúrda í Köln í Þýskalandi. Á þessum fundum komu saman fulltrúar HDP flokksins í Tyrklandi sem talar máli Kúrda (en allir helstu leiðtogar hans sitja nú á bak við lás og slá fyrir meira og minna upplognar sakir), lögfræðingar úr teymi Öcalans, hins fangelsaða leiðtoga Kúrda og síðan fulltrúar stuðningshópa við málstað Kúrda víðs vegar að úr heiminum.