Umhverfisstofnun hefur lýst því yfir að gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi standist ekki lög. Sérhver læs maður, sem leggur á sig að lesa lögin, kemst og að þeirri niðurstöðu.
Sæll Ögmundur. Ég (eins og svo margir), hef verið mikið hugsi síðan fréttir bárust af því að helstu stjórnendur fyrirtækja hækkuðu laun sín um 40% á síðasta ári.
Sæll ögmundur,. ég vildi spyrja þig hvort þú teldir að hægt væri að vernda sparifjáreigendur í landinu með því að hafa einn ríkisbanka fyrir þá sérstaklega, óháð duttlungum áhættusækinna fjárfesta og eigingjanra eigenda.
Í morgunþætti Bylgjunnar ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um málefni líðandi stundar,Skotlandskosningun, Íbúðalánasjóð, ÁTVR, lífeyrissjóðina og 20 milljarðana sem ríkisstjórninni liggur á að koma í vasa eigin gæðinga.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21.09.14.. Um og upp úr tvítugu bjó ég í Edinborg, höfuðborg Skotlands. Þar stundaði ég nám og þar stofnaði ég til heimilis.
Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn á Íslandi frá 1991 til 2009. Fyrst með Alþýðuflokknum frá 1991 til 1995, svo með Framsókn til 2007 og þá með Samfylkingunni frá 2007 til 2009.
Ráðstefna sem ég sótti í Aþenu um efnahagsþrengingar og vímuefnavarnir og síðan auðkennismál voru meginumræðuefnin í spjalli okkar Ragnheiðar Ríkarðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni i morgun.
Kerfislæg andstaða, kerfislægir fordómar gegn hælisleitendum á Íslandi eru rótfastir innan stjórnsýslunnar. Ræturnar eru gamalgrónar og eiga sér upphaf í heimóttarskap, þjóðrembu og hægripopúlisma liðinna tíma.
Í vikunni sótti ég áhugaverðan fund í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn var á vegum svokallaðs Pompidou hóps Evrópuráðsins en það er samstarfsvettvangur 47 ríkja - ekki einvörðungu Evrópuríkja þó að evrópsk séu þau flest - um vímuefni og vímuefnarannsóknir.. Sjá: http://www.coe.int/t/dg3/pompidou/default_en.asp . . Í ljósi efnahagsþrenginga víða um lönd horfir þessi hópur, sem samanstendur einkum af stefnumótandi sérfræðingum, til ríkja sem hafa þurft að skera útgjöld sín niður og leikur þá forvitni á að vita hvernig tekið hefur verið á heilbrigðismálum og vímuefnavörnum sérstaklega þegar niðurskurðarsveðjunni hefur verið beitt og í framhaldi hvaða lærdóma megi af þessu draga.