Fara í efni

Greinasafn

September 2013

FLUGBRAUTIR Í KAFI EÐA FENEYJAR NORÐURSINS?

Er ekki meiningin að hugsa þetta flugvallarmál til langrar framtíðar? Er ekki verið að tala um hækkun sjávar? Er þá skynsamlegt að byggja flugbraut út í Skerjafjörðinn? Þá væri nær að flytja fulgvöllinn því hann liggur allur lágt.
LSH - ÞJ - LFÍ

VARNAÐARORÐ LÆKNA

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands hefur kvatt sér hljóðs í fjölmiðlum að undanförnu um kjör lækna og ástandið í heilbrigðismálum í landinu, ekki síst á Landspítalanum.

ER SKERJA-FJÖRÐURINN EKKI FRIÐAÐUR?

Nú skyndilega kviknar áhugi hjá andstæðingum flugvallarins í Vatnsmýrinni að finna sáttaleiðir. Gæti skýringin verið sú að þeir eru komnir í augljósan og sífellt meira afgerandi minnihluta og sjái sig nú tilneydda að draga í land? Álheiður Ingadóttir fyrrverandi alþingismaður, skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún segist vilja leggja flugbraut út í Skerjafjörðinn og undir þetta er tekið í lesendabréfi til þín Ögmundur.

EINSOG SPENNUSAGA

Í fyrsta skipti á ævinni bíð ég spenntur eftir fjárlögum. Þetta er að verða einsog magnaðasta spennusaga. Í fjárlögunum mun ríkisstjórnin nefnilega birta sinn innra mann - ekki þann sem við kynntumst í kosningunum heldur hvað hún raunverulega gerir þegar hún er komin með völdin.

MÁLAMIÐLUN UM FLUGVÖLL?

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi alþingiskona,  skrifar grein í Fréttablaðið í dag og stingur upp á málamiðlunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

ÞAR ÉTUR KERFIÐ SIG INNAN FRÁ

Sæll Ögmundur,. Heilbrigðiskerfið þykir dýrt hér á landi á alla mælikvarða sem óseðjandi hýt en hvar skyldi draga mörkin? Kemur að því að eldri borgarar yfir 70 ára hafi lifað sældardaga og þurfi síður í dýrar eiturmeðferðir vegna krabbameins sem lengir lifið mögulega um fá ár eða fá líknandi meðferð? Á að skikka þá sem eru of þungir til að takast á við þann vanda á eigin vegum fyrir aðgerð sem dugar ein og sér skammt verði matarfíkninni ekki slátrað? Sjálfur er ég ný skriðinn út úr 5 vikna sjúkrahússdvöl eftir bakspengingu vegna hryggbrots en vegna sparnaðar var því sleppt að taka mynd illu heilli og hökkti þannig í marga mánuði uns spenging var óumflýjanleg með skertum lífsgæðum.

SKATTA-LÖGBRJÓTAR KENNI SKATTA-LÖGIN?

Eftir því sem ég fæ skilið átti Jón Baldvin Hannibalsson að koma inn sem gestafyrirlesari í HÍ í um það bil einn mánuð! Ekki svo að skilja að einhverju hefði breytt þótt það hefði verið lengur.

SKEL HÆFIR KJAFTI

Þú vilt hleypa inn í Háskóla Íslands manni sem  braut allar siðferðisreglur og þú gagnrýnir skólann og þar með heldur þú uppi vörnum fyrir manninn sem þetta snýst allt um, Jón Baldvin Hannibalsson.  Sjálfur braust þú jafnréttislög Ögmundur þegar þú réðst karl í sýslumannsembætti en áttir lögum samkvæmt að ráða konu.
Rvík - vikublað

MEIRIHLUTINN Á MÓTI MEIRIHLUTANUM

Í vikublaðinu Reykjavík er úttekt á afstöðu borgarfulltrúa í Reykjavík til flugvallarins í Vatnsmýrinni undir fyrirsögninni Meirihlutinn vill að flugvöllurinn fari.

SKULDAMÁL HEIMILA

"Ekkert aðgerðarleysi", "engar nefndir", "brettum upp ermar", "látum verkin tala" og "það strax" ."Ef okkur tekst ekki að semja við krónueigendur í sumar verður greitt úr neyðarsjóði í síðasta lagi í haust.