Fara í efni

Greinasafn

2010

EF EINSOG SÁ GAMLI...

Ef það er rétt hjá félögum þínum Jóhönnu og Steingrími að nýi Icesave samningurinn sé nánast eins og sá gamli, þá bendi ég á að þjóðin er búin að hafna þessum samningi.

BANAHÖGG

Til samgönguráðherra. Ég er aldeilis rasandi yfir ætlun þinni að setja aukinn skatt á bifreiðaeigendur. Sú skattheimta kemur hrikalega misjafnlega niður, höfuðborgarbúar geta mögulega dregið úr bifreiðanotkun og notað strætó, en hér úti á landi er enga slíka þjónustu að hafa og fólk þarf oft að sækja tugi kílómetra í vinnu.

ÓFORSKÖMMUÐ DELLA!

Ögmundur... Ég er algjörlega á móti vegatollum til að fjármagna vegagerð!!!  Þetta hefur verið notað í Bandaríkjunum og í Kanada og sjálfsagt í fleiri útlöndum, en er mjög misheppnuð aðferð til að fjármagna vegagerð og viðhald.  Í Kanada hefur þessu sem betur fer verið hætt.. Gera sprenglærðu spekingarnir sér ekki grein fyrir því að það mun taka að eilífu að greiða fyrir vegagerð með vegatollum þar sem oft mun ekki koma inn fyrir kostnaðinum á innheimtunni!  Hefur enginn gert sér raunhæfa grein fyrir raunverulegum kostnaði á innheimtu vegatolla 24 tíma á dag 365 daga ársins, eftirlit með peningunum, bókhald, tímaeyðsla óánægju vegfarenda og stöðvun og ræsing bifreiða.

VISSI FÓLK UM VEGATOLLANA?

Sæll Ögmundur og afsakaðu truflunina en eitt skil ég ekki. Jarðgangagerð undanfarin ár hefur verið á kostnað allra í landinu og ekkert rukkað sérstaklega fyrir notkun á þeim.

TAKK GUÐFRÍÐUR LILJA OG ÁSMUNDUR EINAR!

Sæll Ögmundur.. Þú hlýtur að þurfa að taka þig á þegar þú er beðinn um að birta hatrammar skammir um þig einsog hér á síðunni frá einhverjum NN sem sakar þig og þína samherja um að stunda skemmdarverk (!).
ICESAVE, FORSETINN, ALÞINGI  OG LÝÐRÆÐIÐ

ICESAVE, FORSETINN, ALÞINGI OG LÝÐRÆÐIÐ

Enginn veit hverjar verða lyktir nýs Icesave samnings. Alþingi á eftir að fara í saumana á samningnum. Margt bendir þó til þess að við séum komin á endastöð í þessu máli sem verið hefur þjóðinni erfiðara en flest mál; ekki fyrst og fremst út á við einsog sumir eru óþreytandi að telja okkur trú um.

EKKI MEIRI SKEMMDARVERK!

Á nú aftur að fara að rífast um icesave? Hvenær kemur að því Ögmundur að þú og þínir líkar þagnið? Á mannamáli: Haldið ykkur saman og gefið vinstri stjórn vinnufrið? Nóg er komið af skemmdarverkum ykkar.. Kv.

Séra Jón eða BARA jón?

Af hverju vinna bankarnir á móti skuldurum? þrátt fyrir loforð þeirra og ríkissjórnar að koma á móts við skuldug heimili í landinu sitja ekki allir við sama borð eða er ekki sama hvort það er Séra Jón eða BARA jón.

TÖPUÐUM EKKI Á AÐ BÍÐA

Það er náttúrulega fínt, að kjörin séu betri nú, en þau voru. Allt annað hefði nú verið "katastrófa", svo vægt sé að orði kveðið.

SAGAN ENDURSKRIFUÐ?

Sæll Ögmundur. Nú skrifa ég til þín sem kirkjumálaráðherra og þar með trúmála svona almennt séð og efni bréfsins skylt.