Fara í efni

Greinasafn

September 2004

11.september í Nýju róttæku miðstöðinni

Þrjú ár eru nú liðin frá árásunum á New York og Washington og er í dag haldin minnigar- og menningardagskrá í Nýju róttæku miðstöðinni að Garðastræti 2 (101 Reykjavík), um atburðina 11.

Það á ekki að eiga sér stað að efnalítið fólk sé borið út

Birtist í Morgunblaðinu 09.09.04.Síðastliðinn mánudag skrifaði ég stutta grein hér í Morgunblaðið þar sem ég beindi spurningum til yfirvalda í Reykjavík, í fyrsta lagi hversu oft það tíðkaðist að fólk væri borið út úr íbúðarhúsnæði í eigu borgarinnar, í öðru lagi hvern skilning borgaryfirvöld legðu í 5.
Minniháttar leiðrétting við meiriháttar mál

Minniháttar leiðrétting við meiriháttar mál

Blaðamaður á DV sýnir í dag hvers hann er megnugur í rannsóknarblaða- mennsku. Honum þótti miður að fá ekki viðtal við öryrkjann, sem styr hefur staðið um í fjölmiðlum síðustu daga eftir að ég vakti máls á því að hann hefði verið borinn út með lögregluvaldi í síðustu viku. Blaðamaður reyndi að fá viðtal við manninn en hann neitaði.

Líflegur og hress öryrki

Ögmundur, samkvæmt DV í dag er haft eftir nágrönnum hins heimilislausa skjólstæðings þíns  “að hann hafi verið líflegur og hress náungi sem hafði gaman af því að skemmta sér.”  Síðan segir: “Samkvæmt nýrri skýrslu eftir læknisskoðun á ástandi “X”, áður en hann var borinn út, hefur krabbamein hans ekki látið á sér kræla frá 1999.”Fyrirsögnin er að sjálfsögðu í sorpblaðastíl DV “Öryrki Ögmundar ekki með krabbamein.”Eru læknaskýrslur opnar blaðamönnum DV? Er ekki til eitthvað sem heitir siðanefnd blaðamanna? Mega sjúkir ekki vera líflegir og hressir?Runki frá SnotruÁgæti RunkiÞetta eru umhugsunarverðar athugasemdir, en varðandi aðgang að læknaskýrslum þá sýnist mér á frásögn DV að blaðið hafi ekki haft aðgang að slíkum skýrslum.

Furðufálki í fjármálaráðuneyti?

Í Kastljósþætti í gærkvöldi var rætt við fjármálaráðherra um kaup Símans á SkjáEinum. Í því sambandi er ærin ástæða til að spyrja hvar fjármálaráðherra hafi haldið sig undanfarna mánuði.

Spurningar til yfirvalda í Reykjavík

Birtist í Morgunblaðinu 06.09.04.Síðastliðinn föstudag var krabbameinssjúkur öryrki borinn út með lögregluvaldi úr leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar eftir langvarandi vanskil á greiðslum.

Eiríkur varar við prósentublekkingum

Ég veit ekki hve margir hlustuðu á Eirík Jónsson, formann Kennarasambandsins, í útvarpi um daginn ræða kjarakröfur kennara.

Tangarsókn Kolkrabbans

Þeir töpuðu orustu en stríðinu er langt í frá lokið. Aðilarnir sem voru "kjöldregnir" fyrir skömmu og hafa látið lítið fyrir sér fara að undanförnu, neyta nú allra ráða til að rétta hlutsinn og "kramsa til sín eignir almennings".

BLÓÐBAÐ 2004

Á leiksviði andans ég yrki og orðanna verð ég að leita, hug minn og hjarta ég virki, ég heiminum ætla að breyta.

Reykjavíkurborg rekur fátækt fólk á dyr

Ekki veit eg hversu algengt er að borgaryfirvöld láti bera fólk út úr húsnæði í eigu borgarinnar. Eflaust hendir það endrum og eins.