Fara í efni

Greinasafn

Mars 2004

Hvers vegna kærir enginn?

Sæll, Ögmundur. Ég er alveg sammála þeim sem vilja allar bjórauglýsingar burtu úr sjónvarpi og blöðum. Hitt gegnir furðu að enginn stjórnmálamaður sem nú er á þingi skuli hafa beitt sér gegn því að eimingartæki og efni tíl vín- og ölgerðar skuli vera til sölu í ýmsum verzlunum.

bsrb.is fjallar um heimahjúkrun

Í kjaradeilu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn starfsfólki heimahjúkrunar, er nú beðið í ofvæni eftir því að ríkisstjórinin grípi í taumana og komi í veg fyrir frekari erfiðleika hjá því fólki sem þarf að reiða sig á heimajúkrun.

"Æskilegt að Síminn verði að einhverju leyti í eigu Íslendinga"

Birtist í Fréttablaðinu 01.03.04Þessi fyrirsögn er sótt í ummæli forstjóra Landssímans, Brynjólfs Bjarnasonar í stórri grein í nýjustu útgáfu Viðskiptablaðsins.

Hægða- og gáfnafarsrannsóknir Guðna Ágústssonar

Enn og aftur hefur það sannast að góðir hlutir gerast hægt eins og segir í kjörorði Samtaka áhugafólks um hvers kyns hægðatregðu.

Tívolí á fjöllum

Einu sinni keypti ég mig inn á foss í Wales. Þetta var ný upplifun fyrir Íslending. Ekki var aðgangseyririnn hár og ekki sá ég eftir peningunum.

BSRB með upplýsingar og afstöðu í deilunni um heimahjúkrun

Þjóðin fylgist nú agndofa með tilraunum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að keyra í gegn breytingar á starfsfyrirkomulagi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, sem felur í sér stórfellda kjaraskerðingu þvert á samkomulag sem hefur verið í gildi allar götur frá 1990, undirritað af hálfu BSRB fyrir hönd starfsmanna.

Björn og herinn

Dómsmálaráðherra núverandi hefur lengi verið mikill áhugamaður um að fá íslenskan her. Væntanlega vel borðalagðan, á gljáfægðum stígvélum og að sjálfsögðu með ráðherera málaflokksins í reglulegri liðskönnun með hönör.