Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2004

Nöldur Davíðs Oddssonar

Birtist í Fréttablaðinu 07.01.2004Ritstjóri Fréttablaðsins, Gunnar Smári Egilsson, birtir umhugsunarverða hugvekju í helgarblaðinu þar sem hann veltir vöngum yfir hlutverki fjölmiðla.

Læknar á hálum ís

Fram kemur í fréttum að Læknafélag Íslands sé ósátt við að Tryggingastofnun ríkisins, TR, bendi sjúklingum, sem þurfi á aðstoð að halda, á að leita til heilsugæslunnar og göngudeilda sjúkrahúsanna.

Enn um lífeyrisfrumvarp

Sæll Ögmundur.  Ég vil byrja á að hrósa þér fyrir að taka strax afstöðu gegn hinu umdeilda frumvarpi um eftirlaun ráðherra og hækkun til formanna þingflokka stjórnarandstöðu.  Ég get ekki skilið af hverju þingmenn þurfa betri eftirlaun en aðrir í þjóðfélaginu, eða þeir þurfi að vera betur tryggðir heldur en aðrir ef þeir missa þingsæti komnir á efri ár.  Þetta er að gerast á hverjum degi út í þjóðfélaginu.  Annars held ég að það sem hafi farið einna verst í fólk er sú hækkun sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna upp á 240 þúsund Gera menn sér ekki grein fyrir því að almenn dagvinnulaun í landinu eru á bilinu frá 95 - 120 þúsund á mán.? Mér finnst þetta frumvarp sýna að meirihluti þingmanna er ekki í sambandi við almúgann.  Það vakti líka athygli að ekki var hægt að ná í formenn VG eða Samfylk.

“Segðu mér hverja þú átt að vinum og ég skal segja þér hver þú ert.”

Í ávarp forseta Íslands við áramót lagði hann mikla áherslu á hlutverk Íslendinga í breyttum heimi. Á sviði viðskipta væri landslag breytt og tækifæri mikil.

Um annála, skaupið og áramótaávörp: Markús Örn með vinninginn

Hér á þessari heimasíðu hefur Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu og þá einkum í tengslum við hans eigin gagnrýni á fréttaþáttinn Spegilinn.