Fara í efni

Greinasafn

Febrúar 2003

Er verið að afnema lýðræðið í heiminum?

Birtist í Mbl. 11. febrúar 2003Á hverjum degi vöknum við upp við yfirlýsingar bandarískra ráðamanna eða helstu bandamanna þeirra um að tíminn sé útrunninn fyrir Íraka.

Björgunarsveit Samfylkingarinnar komin á sporið

Að undanförnu hefur farið fram mikil leit að fátæku fólki hér á landi. Forsætisráðherra Samfylkingarinnar er kominn á sporið eins og hann kunngjörði á flokksráðstefnunni í Borgarnesi um helgina.

Réttlæti, hefnd og hefð

Sæll Ögmundur. Þú spyrð skiljanlega um refsinguna og þjáningu fórnarlambsins. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei sé hægt að ákvarða refsingu sem fall af þjáningu þolandans af því þjáningin er ekki algild heldur einstaklingsbundin.

Syndaaflausn eða sjálfsagt mál?

Birtist í Fréttablaðinu 7.02.2003Samstöðufundir á Austurvelli í hverju hádegi frá því snemma í haust – í öllum veðrum – fjöldafundir, greinaskrif, umræður í fjölmiðlum og manna á milli; í fáum orðum, málafylgja í þágu umhverfisverndar, innan þings og utan, hefur skipt máli og hefur nú skilað árangri.

Harðneskjulegur dómur Hæstaréttar?

Sæll Ögmundur. Mér finnst hæstaréttardómurinn yfir Árna Johnsen harðneskjulegur. Hann braut vissulega af sér og á skilið refsingu, en hugsum þetta út frá refsingunni, tveggja ára fangelsisdómnum.

Hjálmar og ogmundur.is

Birtist í Mbl. 5. febrúar 2003Ekki veit ég hve margir lásu grein sem birtist í Morgunblaðinu s.l. laugardag eftir Hjálmar Árnason alþingismann.

Sturla axli ábyrgð

Á Alþingi hefur þess verið krafist að upplýst verði um starfslokasamning fyrrverandi forstjóra Landssímans hf. Þetta er sjálfsögð krafa.

Úrlausn fyrir Byrgið strax

Ég hef búið í Byrginu í rúm fimm ár og verið starfsmaður þar í á þriðja ár. Mér er því vel kunnugt um hvað þar fer fram og um gagnsemi starfsins fyrir alla þá ógæfusama einstaklinga sem ánetjast hafa vímuefnum og fengið lausn á sínum vanda í ranni Byrgisins.

Það besta sem Háskóli Íslands býður upp á

Tveir félagsfræðidoktorar skrá sig fyrir handriti sjónvarpsþátta um þjóðmálaþróun á Íslandi á öldinni sem liðin er.