04.09.2016
Ögmundur Jónasson
Mér líst vel á að fá flugvallarmálið í þjóðaratkvæði. Þá mun liggja skýr fyrir þjóðarviljinn og er ég sammála þér að þá beri ríki og borg að komast að niðurstöðu í samræmi við þennan vilja.. Ég hef hins vegar efasemdir um að borgin muni láta segjast jafnvel þótt staðfest yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu það sem við reyndar öll vitum að yfirgnæfandi meirihluti vilji halda vellinum í Vatnsmýrinni.