Fara í efni

Frá lesendum

MÁLÆÐISKEPPNIN Á ÞINGI

Ekki skil ég í þér að láta þessi fráleitu níðskrif um sjálfan þig standa hér á heimasíðunni þinni eins og frá þessum eða þessari sem segist vera kjósandi VG og verði fegin(n) að losna við þig af þingi vegna þess að þú talir ekki út í eitt! . Þetta er einhver fáránlegasti mælikvarði á dugnað sem ég hef heyrt.

SVARAÐU NÚ

Sæll Ögmundur. Það hefur lítið heyrst frá þér um Venezuela eftir að þú skrifaðir pistla undir fyrirsögnum á borð við ,Lýðræðissinnar fagna úrslitum í Venezuela" og ,,Fróðlegur fundur um Venezuela" Hygg að það ætti erindi við dygga lesendur síðunnar ef þú gætir varpað frekara ljósi á ástæður vöruskorts, hækkandi glæpatíðni, óðaverðbólgu og a.m.k.

ÖMURLEGUR ÞINGMAÐUR?

Er ekki hálfömurlegt að vera að fara út af þingi með þá einkunn að þú sért í hópi þeirra sem greiða sjaldnast atkvæði í þinginu og þá umsögn félaga þinna að þú stundir ekki vinnu þína eins og kom fram í þinginu samkvæmt sjónvarpsfréttum sem í gær birtu búta úr ræðum þingmanna VG? Ertu ekki bara ömurlegur þingmaður? Ég verð ánægðari kjósandi VG án þín.

EN FINNA MENN SANNLEIKANN MEÐ RANNSÓKNAR-AÐFERÐUM HRUNVERJA?

Sæll Ögmundur. Mér finnst ekki gott að þú skulir vera að hætta á þingi en ég vil treysta því að þú sem formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis munir ekki láta deigan síga á lokametrunum heldur sinna starfi þínu af kostgæfni og sjá til þess að skipuð verði fagleg og óháð nefnd til að skrifa rannsóknarskýrslu um einkavæðingu bankanna, hina síðari.

SVÖR FYRIR KOSNINGAR - OG EFTIR!

Er það rétt að fyrir alþingi liggi drög að frumvarpi sem muni skerða bætur öryrkja og ellilífeyrisþega ? Hver er ástæða fyrir þvi að sífellt er verið að kroppa af bótum þessa hóps en hópar eins og þeir sem hljóta listamannalaun eru ósnertanlegir? Hvers á þessi hópur að gjalda ? Hvenær er komið nóg af að koma fram við þetta fólk eins og niðursetninga.

EKKI RÓTT VEGNA LÍFEYRISMÁLA

Þakka þér fyrir að vekja máls á lífeyrismálunum. Í mínum vinnustað, Landspítalanum, heyrist því fleygt að á bak við tjöldin sé verið að semja um skerðingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna.

MÁL AÐ LINNI?

Ég sé ekki betur en að stjórnarandstaðan hafi algerlega látið ríkisstjórnina taka sig í bólinu. Samkomulag um haustkosningar var feigðarflan frá upphafi.

JÓEL A. VILL SVAR OG FÆR ÞAÐ

Hver er þín afstaða til fólksfjölgunaráforma Bjartrar framtíðar og visa ég þar í nýlega flokkssamþykkt um að fjölga Íslendingum upp í 800 þúsund á næstu þrjátíu árum? Svar óskast.. Jóel A.. . Þakka þér fyrir bréfið Jóel.. Sannast sagna þá hef ég litið á fámennið sem sérstök forréttindi Íslendinga.

ENGAR LÍFEYRIS-SKERÐINGAR!

Ég er sámmála því sem skrifað var hér á síðuna um bóusuna og lífeyrismálin. Að taka það í mál að skerða lífeyri um svo mikið sem eina krónu á sama tíma og forréttindaliðið, þar á meðal viðsemjendur launafóilks, eru að raka til sín milljónum á mánðuði í "laun" og bónusa, á hreint ekki að koma til greina!. Sunna Sara.

FORGANGSRÖÐ VERKALÝÐS-HREYFINGAR Í HEIMI BÓNUSA

Af hverju ættu opinberir starfsmenn að afsala sér lífeyrisréttindum sem tók þá áratugi að öðlast og var haldið niðri í launum fyrir bragðið? Er það ekki almenna markaðarins að ná kjörunum upp á við? Það hefur verið gert með talsverðum árangri.´Ég er sammála þér Ögmundur að í þá áttina á að jafna kjörin, upp á við!  . Finnst verkalýðshreyfingunni núna, í heimi milljarða bónusanna, það vera forgangsverkefni að ná niður lúsarlífeyri sins fólks? . Atvinnurekendavaldið kemur mér ekki á óvart.