Alls kyns ofbeldi viðgengst í okkar samfélagi. Í því sambandi skal ekki lítið gert úr því skattaofbeldi sem hér hefur lengi fengið að þrífast án nokkurra úrræða fyrir brotaþola.
Öryrkjum og lágtekjufólki svíður hækkanir til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands. Þessu fólki svíður að kjaramisréttið sé aukið, því bilið á milli þess og hálaunatoppa eykst með þessu.
Ég er smmála þér um að ákvörðun Kjararáðs verði kölluð til baka. En til málamiðlunar mætti taka hana til baka að hálfu leyti, hækka síðan öryrkja og aldraða upp í einn þriðja af forstalaununum eins og þú leggur til.