Ekki finnst mér sérlega bjart yfir þeirri framtíðarsýn að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi hér ríkisstjórn til næstu fjögurra ára í boði hins stórfurðulega stjórnmálaflokks Bjartrar framtíðar.
Mig langar til að óska Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, til hamingju með fjárlagafrumvarpið sem hann lagði fyrir Alþingi og þingið síðan samþykkti í sögulegri sátt fyrir jólin að því undanteknu að örfáir fjárlagaliðir voru hækakaðir lítillega.
Takk fyrir viðtalið á Rás 2 í morgun um Grímsstaði á Fjöllum en ekki síður brýninguna sem þingmenn fengu í lífeyrismálinu:. http://www.ruv.is/frett/stjornarandstadan-stodvi-lifeyrismal . Ég saknaði málflutnings af þessu tagi í þinginu í gær.
Alþingi er nákvæmlega sama platið og áður. Birgitta Jónsdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnsæi verði að ríkja um starfskostnaðargreiðslur þingmanna.
Þú vísar í grein þinni í átökin um lífeyrismál árið 1996. Við unnum það mál vegna alvöru baráttu. Nú er okkur sagt í fréttum að samtök opinberra starfsmanna séu ekki hlynnt lífeyrisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar og andstæðingar á þingi ætli ekki að styðja frumvarpið! Með örðum orðum, ætla ekki að berjast á móti - bara ekki styðja.