Fara í efni

ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ

Ég hlustaði á ræðu þínu um almannatryggingafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi og samhengið við hugsanlegar breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Ég fór inn á tengilinn við frásögn þína hér á síðunni. Takk fyrir það. Með örfáum undantekningum - ég nefni skrif Hörpu Njáls - þá er nánast ekkert um þessi mál fjallað. Mér brá þó í brún við að hlusta á ræðu þína og þær kjaraskerðingar sem virðist eiga að taka þegjandi fyrir hönd lífeyrisþega framtíðarinnar. Einhvern tímann hefði heyrst hljóð úr horni - eða hvað?
Kennari