Fara í efni

Frá lesendum

Ég þekki til útburðarmála

Ég vil þakka þér fyrir að rísa upp gegn því að efnalítill maður yrði borinn út úr húsnæði borgarinnar. Ég heyri hvernig menn eru farnir að hamast á þér fyrir vikið og er gefið í skyn að þú viljir misrétti í kerfinu!!! Mér þótti skýringin sem þú gefur á þessum málum í greininni um Félagsþjónustuna hér á síðunni, Okkur ber skylda til að veita aðhald, segja allt sem segja þarf í þessu máli.

Davíð, Halldór og yfirlýsingarnar

Ég veit ekki hvor er skrautlegri í yfirlýsingum þessa dagana, Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki eða Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki.

Um gáfuleg viðfangsefni

Ég held það nú elsku karlinn minn að þú hafir málað þig útí horn. Það er ekki eðlilegt að fólk borgi ekki húsaleigu þó það sé veikt.

Líflegur og hress öryrki

Ögmundur, samkvæmt DV í dag er haft eftir nágrönnum hins heimilislausa skjólstæðings þíns  “að hann hafi verið líflegur og hress náungi sem hafði gaman af því að skemmta sér.”  Síðan segir: “Samkvæmt nýrri skýrslu eftir læknisskoðun á ástandi “X”, áður en hann var borinn út, hefur krabbamein hans ekki látið á sér kræla frá 1999.”Fyrirsögnin er að sjálfsögðu í sorpblaðastíl DV “Öryrki Ögmundar ekki með krabbamein.”Eru læknaskýrslur opnar blaðamönnum DV? Er ekki til eitthvað sem heitir siðanefnd blaðamanna? Mega sjúkir ekki vera líflegir og hressir?Runki frá SnotruÁgæti RunkiÞetta eru umhugsunarverðar athugasemdir, en varðandi aðgang að læknaskýrslum þá sýnist mér á frásögn DV að blaðið hafi ekki haft aðgang að slíkum skýrslum.

Furðufálki í fjármálaráðuneyti?

Í Kastljósþætti í gærkvöldi var rætt við fjármálaráðherra um kaup Símans á SkjáEinum. Í því sambandi er ærin ástæða til að spyrja hvar fjármálaráðherra hafi haldið sig undanfarna mánuði.

Eiríkur varar við prósentublekkingum

Ég veit ekki hve margir hlustuðu á Eirík Jónsson, formann Kennarasambandsins, í útvarpi um daginn ræða kjarakröfur kennara.

Tangarsókn Kolkrabbans

Þeir töpuðu orustu en stríðinu er langt í frá lokið. Aðilarnir sem voru "kjöldregnir" fyrir skömmu og hafa látið lítið fyrir sér fara að undanförnu, neyta nú allra ráða til að rétta hlutsinn og "kramsa til sín eignir almennings".

BLÓÐBAÐ 2004

Á leiksviði andans ég yrki og orðanna verð ég að leita, hug minn og hjarta ég virki, ég heiminum ætla að breyta.

Í Coronafötum á kaupleigu

Hvað veldur að nú heyrist fyrst og fremst i framsóknarmönnum, þegar Landssími Íslands skal nú einkavæddur ?Forkólfar framsóknarmanna segja "allt klárt til sölu" til KJÖLFESTUFJÁRFESTIS !Sjálfstæðismenn segja lítið, enda hræða sporin.

Ábending til Runka

Heill og sæll Runki. Ég er sammála greiningu Ögmundar og þar af leiðandi þér einnig. Þess vegna langar mig til að koma með ábendingu: Runki, bíddu með að leita læknis.