
R-listinn og kjarabarátta kennara
15.10.2004
Að mínum dómi er allur framgangur R-listamanna varðandi kjarabaráttu kennara til háborinnar skammar. Maður hefði haldið að þessum kjörnu fulltrúum rynni blóðið til skyldunnar – enda hafa þeir að stærstum hluta gefið sig út fyrir að vera fulltrúar almennings og launafólks – en því er nú aldeilis ekki að heilsa þegar til kastanna kemur.