Ögmundur það er rangt hjá þér að skensa Sjálfstæðismenn fyrir að heyja litlausa stjórnarandstöðu. Alla vega verður Árni Johnesen þingmaður Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi ekki sakaður um liltleysi.
Mikil mistök eru það af Steingrími J Sigfúsyni að gera Svavar Gestson að formanni samninganefndar um Icesasve. Svavar Gestsson er nefnilega svo reynslulaus.
Ef vextir eru 25% einsog nú er á yfirdráttarskuldum hjá heimilum og fyrirtækjum, þá þýðir það að uppsafnað tvöfaldast skuldin á tveimur og hálfu ári.. Verðbólga er nú 5-6% og sennilega miklu minni, þar sem verðhjöðnun á húsnæðismarkaði mælist illa, þar sem engin hreyfing er á fasteignum, samkvæmt fasteignasölum.
Alveg ótrúlegir hlutir eru að gerast í íslenskri pólitík ef iðnaðarráðherra ætlar virkilega að valta yfir samráðherra sinn umhverfisráðherra og knýja í gegn gælumál sitt á þeim forsendum að annars mundu 4000 störf sópast út af borðinu.
Flott hjá Sjónvarpinu að segja frá úrslitum VG í Kraganum! Hélt kannski að eins færi fyrir VG í sjónvarpsfréttunum og í hádegisfréttum RÚV að ekki væri pláss fyrir úrslit hjá VG vegna umfjöllunar um Sjálfstæðisflokk og Samfylkingingu.