Gott hjá þér Ögmundur að benda á hvað UK og Gordon stendur fyrir. Breska heimsveldið er ekki dautt, hefur aðeins skipt um ham, er nú London City og fjármálaveldið.
Sæll Ögmundur.. Mér leikur forvitni á að vita, hvort þú notar ráðherrabíl á kostnað almennings, og ef svo er, er hann einn af þeim gljáfögru svörtu þýsku eðalbifreiðum sem oft sjást fyrir utan ráðuneyti landsins og alþingi? Að auki langar mig að vita, hefur beinn kostnaður vegna erinda og starfa heilbrigðisráðherra minnkað eftir að þú tókst við heilbrigðisráðuneytinu? . Björgvin Sigurðarson. . Þakka þér bréfið Björgvin.
Fjölmiðlar keppast nú við að túlka kosningaúrslitin sem sigur Evrópusambandssinna en kosningarnar snérust ekki um ESB, heldur þá alvarlegu stöðu sem þjóðin er komin í og ekki síður hvernig samfélag við viljum móta í framhaldi af því.
Einkavæðing sjávarauðlindanna var versta slys Íslandssögunnar síðan 1262. Við hana hrundi stór hluti landsbyggðarinnar og valdið þjappaðist á fáa staði.
Gegnheill samtíðarmaður, Ollí Rehn, finnskur stækkunarstjóri ESB, útskýrði fyrir Íslendingum og aðjúnktum há-og sveitaskóla, að Íslendingar væru takk velkomnir í ESB.
Af hverju er í lagi að: . -bæta innistæðueigendum skaða við hrun bankanna . -bæta eigendum peningamarkaðsreikninga skaða . -lána gjaldþrota fjármálafyrirtækjum á 2% vöxtum . . En of dýrt að . -bæta íbúðakaupendum tjón vegna bankahrunsins . -lækka vexti á lánum til almennings og fyrirtækja . -reka ríkissjóð með halla með kreppan gengur yfir . . Ráðstafanir ríkisins síðustu 7 mánuði bera öll einkenni þess að verið sé að vernda fjármagnið (sparifjáreigendur, lífeyrissjóði og aðra fjármagnseigendur) og ganga á hagsmuni skuldara (fólk í rekstri og fólk í fjárfestingum).