Sæll Ögmundur. Nú berast af því fréttir að sjálfstæðismenn óttist að það bjóði upp á spillingu, ef ríkið bjargar fyrirtækjum sem eru að sliga bankana vegna offjárfestinga og útrásar.
Með Sjálfstæðisflokkinn við stjórn undanfarin 20 ár með hjálparflokkum sýnum, var gengið í EES, sem gerði einkavinavæðinguna mögulega sem gerði þjófum og ómennunum mögulegt að stela öllu steini léttara.
Alvitlausasta aprílgabbið var hjá Rúv., þegar Bjarni Ben. nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði landsmönnum bót og betrun fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.
Ögmundur það er rangt hjá þér að skensa Sjálfstæðismenn fyrir að heyja litlausa stjórnarandstöðu. Alla vega verður Árni Johnesen þingmaður Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi ekki sakaður um liltleysi.
Mikil mistök eru það af Steingrími J Sigfúsyni að gera Svavar Gestson að formanni samninganefndar um Icesasve. Svavar Gestsson er nefnilega svo reynslulaus.