Marklaus atkvæðagreiðsla? Furðuleg var yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur núna í kvöldfréttunum, að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-samninginn væri markleysa og lýsir dæmalausri fyrirlitningu á kjósendum og þjóðinni.
Sæll Ögmundur !. Ég óska þér og okkur öllum til hamingju með nýja þingmeirihlutann og forsætisráðherrana tvo eða þrjá sem þú hefur fengið völdin með aðstoð Breta og Hollendinga.
Fréttahaukurinn Jóhann Hauksson er þessa dagana meira gefinn fyrir útúrsnúninga en staðreyndir. Þessi þaulreyndi rannsóknarblaðamaður segir á blogginu sínu: „Heyrði einhvers staðar að harðlínudeildin í VG væri óróleg og æst af því að hún vildi síst af öllu svíkja kjósendur sína.
Ég vil taka undir með Lilju Mósesdóttur að við tryggjum enga velferð í landinu ef við ætlum að halda áfram að þjóna fyrst og fremst kröfuhöfum og útrásarvíkingum.
Mér fannst athyglivert að lesa pistil Jónu Guðrúnar hér á síðunni, en höfundur segist þar hætt að versla í Melabúðinni vegna þess að kaupmaðurinn sé fylgjandi sölu léttvíns og bjórs í verslunum.
Blessaður.. Greinalega hefur þú ekki orðið var við að almennir bloggarar eru búnir að spurja þessara sömu spurninga hundrað sinnum, þúsund sinnum, undanfarið án þess að fá svör.
Blessaður Ögmundur.. Í dag hætti ég að kaupa inn í Melabúðinni. Ástæðan er sú að kaupmaðurinn vinsamlegi setti Melabúðina undir pólitískan áróður Heimdalls og tróð sjálfur upp í auglýsingu fyrir bjórsölu og léttvíns í búð sinni.
Ég álít, að kominn sé tími til, að utanríkisráðherra fari fram á það við sendiherra Íslands í Danmörku (SG), að hann láti sendiráðið taka saman yfirlit um umræðu þá er fram hefur farið un einkasjúkrahús í Danmörku og eru rekin á sömu forsendu og hugmyndafræðingar einkarekinna sjúkrahúsa á Íslandi eru að reyna að koma á.
Það er í lagi að nota stór orð af því forsetinn synjaði Icesave-lausn II staðfestingar. Röksemdirnar eru þessar: Forsetinn fór á svig við það sem menn ætluðu sér með lögunum frá 1944, ekki bara í Icesave II málinu heldur almennt talað.